Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 71
Andleg velferð mannkyns 71
Ef kristindómur nítjándu aldar á Englandi er skýrasta myndin sem Mill gefur
okkur um skort á andlegri velferð mannkyns, er ljóst að neikvæðni og óvirkni er
kjarninn í slíku ástandi. Hann ræðir ekki berum orðum um fórnarlömb en sú er
engu að síður merkingin.
Ef við víkkum sjónarhorn okkar og skoðum umræðu hans um hugsunarfrelsi
og málfrelsi í heild sinni, kemur í ljós að nálega öll dæmin sem Mill tekur í grein-
ingar- og gagnrýnisskyni snerta ásakanir og neikvæðni með einum eða öðrum
hætti. Leiðardæmi hans eru ásakanir Aþenumanna á hendur Sókratesi um sið-
leysi og guðleysi (67–68), ásakanir gyðinga á hendur Kristi um guðleysi (68–69)
og ofsóknir hins göfuga keisara Markúsar Árelíusar gegn kristnum mönnum (69
o.áfr.). Það er ofsóknarandinn (76) sem Mill virðist hafa mestar áhyggjur af þar
sem hugsunarfrelsi og málfrelsi eru skert:
Og þar sem súrdeig ofstækisins spillir tilfinningalífi þjóðar, eins og jafn-
an hjá millistéttum þessa lands, þarf ekki mikið til, að hafnar séu ofsóknir
gegn þeim, sem þessar stéttir hafa ávallt talið, að ættu ekki betra skilið.
Því það er afstaða manna og tilfinningar til þeirra, er afneita viðurkennd-
um trúarsetningum, sem valda því, að þessi þjóð býr ekki við andlegt
frelsi (77).
Niðurstaða mín er því sú að dæmin tvö sem rædd voru hér að framan dragi
athyglina ekki frá kjarnanum í greiningu Mills á andlegri velferð mannkyns og
skilyrðum hennar. Öðru nær. Þau hjálpa okkur að skilja sambandið á milli skorts
á hugsunarfrelsi og málfrelsi og samfélags sem einkennist af ásökunum, fórnar-
lambshugarfari og hatri. Það mætti jafnvel halda því fram að Mill hafi haft kenn-
ingu um öfundarhatur eða ressentiment, ekki ósvipaða þeirri sem Nietzsche setur
fram í Sifjafræði siðferðisins en sú tilgáta er efni í aðra ritgerð.143
Heimildir
Barendt, Eric. 2005. Freedom of Speech. Oxford: Oxford University Press.
Bass, Ellen og Laura Davis. 2002. The Courage to Heal. A Guide for Women Survivors of
Child Sexual Abuse. London: Vermilion.
Berger, Fred R. 1984. Happiness, Justice and Freedom. The Moral and Political Philosophy
of John Stuart Mill. Berkeley: University of California Press.
Brink, David O. 2008. Mill’s liberal principles and freedom of expression. Mill’s On
Liberty. A Critical Guide (bls. 40–61). Ritstj. C. L. Ten. Cambridge: Cambridge
University Press.
Courtois, Christine A. 1997. Delayed memories of child sexual abuse: Critique of the
controversy and clinical guidelines. Recovered Memories and False Memories (bls.
206–229). Ritstj. Martin A. Conway. Oxford: Oxford University Press.
143 Ég vil þakka Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, Jóni Á. Kalmanssyni, Hafsteini Þór Haukssyni, Vilhjálmi
Árnasyni, Marteini Sindra Jónssyni, Svavari Hrafni Svavarssyni, Erlendi Jónssyni og ritrýni og
ritstjóra Hugar fyrir gagnlegar ábendingar sem ég tók tillit til við lokafrágang ritgerðarinnar.
Haukur Páll Jónsson hjálpaði við gagnasöfnun en verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla
Íslands.