Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 87

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 87
 Vilji og skynsemi 87 tilvist hans í skilningi Kants.39 Spencer taldi hins vegar að viljinn og skynsemin kæmu fram sem hluti af náttúrulegri þróun mannsins og ættu upphaf sitt í „dýrs- legri tilvist“ hans en gerðu honum kleift að stýra breytni sinni á meðvitaðan og að lokum siðferðilegan máta í samfélagi við aðra menn. Kant og Spencer nálgast því vilja mannsins úr gjörólíkum áttum. Spencer leit á vitsmunalega þætti mannsins, þ.m.t. vilja hans, sem sálfræðilegt viðfangsefni sem væri engu að síður á vettvangi heimspekinnar. Sálfræði Spencers er hluti af langri hefð sálfræðilegrar tengslahyggju sem hafði sett sterkan svip á breska heimspekihefð allt frá verkum Thomas Hobbes (1588–1679). Tengslahyggja felur í sér miðlægt hlutverk hugtengsla eða tengsla hugmynda (e. association of ideas) í sálarlífi mannsins eða starfsemi hugans þar sem ein hugmynd eða til- finning kallar sjálfkrafa á aðra. Rætur þessarar hefðar má rekja allt aftur til sál- fræði Aristótelesar en heimspekingar á borð við John Locke (1632–1704) og David Hume (1711–1776) gerðu tengslahyggju að hornsteini heimspeki sinnar um mannshugann og lögðu áherslu á löggengi hugtengsla.40 Grundvallarforsenda tengslahyggjunnar, þ.e.a.s. að hugarstarf mannsins sé lög- bundið, býður hinsvegar upp á mjög ólíkar útfærslur. Í grófum dráttum má segja að í upphafi nítjándu aldar hafi tvær ráðandi túlkanir þegar verið búnar að festa sig í sessi og má til hægðarauka kenna þær við vélhyggju annarsvegar og innsæis- hyggju hinsvegar. Frá sjónarhóli vélhyggjunnar var mannshugurinn algjörlega lögbundinn og óvirkur. Innan þessarar túlkunar rúmast því mjög ólík viðhorf eða allt frá efnishyggju Davids Hartley (1705–1757) og skynhyggju Condillacs (1715– 1780) til raunhyggju í anda James Mill (1773–1836) og Johns Stuarts Mill (1806– 1873). Samkvæmt þessari túlkun útskýrðu lögbundin hugtengsl starfsemi hugans að öllu leyti. Á hinn bóginn má líta á Thomas Reid (1710–1796) sem brautryðjanda innsæishyggju sem gerði ráð fyrir að maðurinn hefði yfir að ráða virkum sálar- gáfum eða virkum huga sem gerðu manninum kleift að draga sannar ályktanir um tengsl hugmynda. Líta má á heimspekinga á borð við Dugald Stewart (1753–1828), William Hamilton (1788–1856) og Herbert Spencer sem sporgöngumenn Reids í þessu tilliti.41 Reid var samtímamaður Kants, og segja má að þeir hafi verið samstíga að því leyti að hvorugur áleit að sálfræði gæti tekið á sig sömu mynd og almenn náttúru- vísindi í anda eðlisfræði Newtons. Í Gagnrýni hreinnar skynsemi (1781) sýndi Kant m.a. fram á að hægt væri að færa skynsamleg rök fyrir andstæðum kenningum um eðli sálarinnar og að þekking okkar á mannssálinni yrði aldrei hafin yfir efa. Um svipað leyti gagnrýndi Reid þá sálfræðilegu mynd af manninum sem einkenndi heimspeki Lockes og talsmanna skynhyggju í hans anda á borð við Condillac.42 Bæði Kant og Reid töldu að frá röklegu sjónarmiði væri ómögulegt að rannsaka 39 Kant 2010: 43. 40 Jörgen Pind 2006: 83. 41 Francis 2007: 171–172. 42 Þekktustu verk Reids, Essays on the Intellectual Powers of Man (1785) og Essays on the Active Powers of the Human Mind (1788), fjalla um sálargáfur mannsins og gerð hugans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.