Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 57
Andleg velferð mannkyns 57
fórnarlambs. „Misnotkun ákvarðast af reynslu þinni sem barn – líkama þínum,
tilfinningum þínum, anda þínum.“75
Það voru ekki bara orð fórnarlambsins sem ekki mátti efast um. Hið sama gilti
um kreddur hreyfingarinnar. Loftus og Ketcham nefna í því samhengi einkum
eftirfarandi fimm kennisetningar: (i) Kynferðisleg misnotkun gegn börnum er
landlæg, nokkurs konar faraldur; (ii) mörg einkenni (sálkenni) fullorðinsáranna –
kvíði, kvíðaköst, þunglyndi, erfiðleikar í kynlífi, átröskun, einmanaleiki, vandamál
í samskiptum við maka, sjálfsmorðstilraunir og margt fleira – eru langtímavið-
brögð við kynferðislegri misnotkun í æsku; (iii) hátt hlutfall fullorðinna fórn-
arlamba hefur algerlega bælt allar minningar um ofbeldið; (iv) að grafa minning-
arnar upp og líta á þær sem raunverulegar og gildar skiptir höfuðmáli fyrir bata
viðkomandi; (v) einstaklingsmeðferð og hópmeðferð getur leitt til bata, lausnar og
endurnýjunar.76 Loftus og Ketcham sýna að hreyfingin leyfði enga gagnrýni á eða
efasemdir um þessar grunnsetningar.77 Eingöngu var leitað að gögnum og rökum
sem virtust styðja kreddurnar. Þær voru því aldrei lagðar í dóm reynslunnar.
Í ljós hefur komið að kennisetningarnar standast ekki dóm reynslunnar.78 Það
er fjarstæða að hátt hlutfall fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar í æsku bæli
allar minningar um misnotkunina langt fram á fullorðinsár (kennisetning iii).
Eigi slíkt sér stað virðist það afar sjaldgjæft og vísindamenn deila raunar til þessa
dags um tilvist bældra minninga. Í nýlegri yfirlitsgrein um ævisögulegar minn-
ingar eru andstæð sjónarmið í þessari deilu reifuð og síðan staðhæft: „Yfirvegaðri
afstaða er sú að það kann að vera mögulegt [may be possible] að endurheimta
bældar minningar síðar á lífsleiðinni en að flestar „endurheimtar“ minningar hafi
líklega aldrei átt sér stað.“79 Kennisetningar (iv) og (v), meðferðarforsendurnar,
eru órökstuddar og flokkast til auglýsingaskrums. Meðferðin, sem svo mjög var
dásömuð, skilaði stundum ekki öðrum árangri en þeim að leggja líf sjúklingsins í
rúst, bæði fjárhagslega og andlega, svo ekki sé minnst á líf nánustu ættingja. Innan
hreyfingarinnar um bældar minningar virðist hafa verið litið á það sem heilagan
sannleika að einstaklingar sem fundu fyrir tiltekinni vanlíðan á fullorðinsárum
(kvíða, depurð o.s.frv.) gætu náð bata tækist þeim að rifja upp bælda minningu
um áfall (e. trauma) í æsku. Þótt varla hafi verið flugufótur fyrir þessari kreddu (að
upprifjun lækni) í rannsóknum vísindamanna, var henni beitt í blindni m.a. á fólk
sem ekki vissi betur en það hefði átt góða æsku. Ráðgjafar linntu oft ekki látum
fyrr en þeir höfðu „grafið upp“ kynferðislega misnotkun. Það gat tekið áraraðir og
í sumum tilvikum meira en áratug að sannfæra skjólstæðinga sem ekkert mundu
um að þeir hefðu orðið fyrir slíkri misnotkun.80 Í mörgum tilvikum læknuðust
75 Sama stað.
76 Loftus og Ketcham 1994: 140–141, 221.
77 Ofshe og Watters eru á sama máli (1994: 60–61).
78 Um sjónarmið andstætt því sem hér er kynnt sjá t.d. Courtois 1997. Courtois bregst við gagnrýni
á þá ráðgjafa sem unnu í anda hreyfingarinnar um bældar minningar.
79 Williams, Conway og Cohen 2008: 76. Sjá einnig Schacter, Norman og Koutstaal 1997 en þau
halda því fram að endurheimtar minningar um kynferðislega misnotkun geti verið nákvæmar (72)
en skilyrða þó þá niðurstöðu sína (88).
80 Sjá Ofshe og Watters 1994: 94–95. Eitt dæmi Ofshe og Watters er um sálgreinandann Charlotte
Krause Prozan sem hjálpar skjólstæðingi sínum, Penelope, að „rifja upp“ misnotkun í æsku. Pene-