Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 102
102 Erlendur Jónsson
hugtak þess að vera hafi oft komið í stað þess að gilda, og oftast að skaðlausu, hjá
Forn-Grikkjum.28 Það var, segir hann, ekki ætlun Platons að segja frummynd-
irnar aðeins óháðar hlutunum en háðar á sinn hátt þeim anda sem hugsar um
þær. Þær eru raunverulegar (þ. Wirklichkeit des Seins) aðeins á því andartaki er þær
verða þættir í hinum síbreytilega heimi verunnar og atburðanna, en við erum öll
sannfærð um það á því andartaki sem við hugsum um inntak sanninda, að við
höfum ekki skapað þetta inntak heldur aðeins orðið vör við það. En þegar við
vorum ekki að hugsa um inntakið gilti það og mun gilda, óháð öllu því sem er,
hvort sem það eru hlutirnir eða við sjálf, og jafnvel þótt það verði aldrei viðfang
neinnar þekkingar.29
„Stóru“ frumspekinni hefur verið lýst sem dýpsta og hugmyndaríkasta riti
Lotzes.30 Þar gagnrýnir hann áfram þá viðleitni heimspekinga á framanverðri 19.
öld að leggja grundvöll heimspekinnar með því sem gekk undir nafninu „þekk-
ingarfræði“ (þ. Erkenntnistheorie), þ.e. sálfræðilegri rannsókn á því hvernig við
öflum þekkingar. Hann gagnrýnir sálarhyggjuna, eins og í „stóru“ rökfræðinni:
Sálfræði getur ekki verið grundvöllur frumspekinnar, heldur getur aðeins
hin síðarnefnda verið grundvöllur hinnar fyrrnefndu.31
Lotze segir að frumspekin þjóni ekki þeim áhuga
sem hinn hugsandi andi hefur á því að spá fyrir um ný fyrirbæri á grund-
velli annarra fyrirbæra, heldur því að kynnast hinum innri raunverulega
grundvelli sem gerir öll fyrirbæri möguleg og keðjuverkun þeirra nauð-
synlega.32
Frumspekin fjallar þannig um raunveruleikann, heim fyrirbæranna, ekki heim
frummyndanna. Öll vera felst í því að vera í tengslum við eitthvað, þar sem veru
er ekki stæði í neinum tengslum við neitt væri ekki unnt að greina frá veru sem
væri ekki til. Hlutur sem ekki er á neinum stað eða tíma og hefði engin önnur
tengsl við neitt getur ekki verið til. Ómögulegt er að útiloka hlutinn í sjálfum sér
og gera ráð fyrir því að hlutir séu settir saman úr hreinum skynjunum, þar sem
skynjun getur aðeins verið eða ekki verið en ekki orðið fyrir neinum breytingum
og því getur hún ekki haft nein tengsl við aðra hluti: það að hafa tengsl felur í sér
að verða fyrir áhrifum frá öðrum hlutum og hafa áhrif á aðra hluti.
28 Sama rit: 501.
29 Sama rit: 503. Heidegger fjallar um þessa túlkun Lotzes á frummyndakenningunni og kenningu
Lotzes um „gildingu“ í Heidegger 1976: 62–88. Heidegger bendir á uppruna svokallaðrar „gildis-
heimspeki“ (þ. Wertphilosophie) Windelbands og Rickerts í gildingarkenningu (þ. Geltungslehre)
Lotzes (sjá Heidegger 1976: 84).
30 Misch 1912: LXXXI.
31 Lotze 1879: 17.
32 Sama rit: 12.