Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 154

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 154
154 Jean-Marie Guyau þetta afl hvatanna vera fyrsta náttúrulega jafngildi yfirnáttúrulegrar skyldu. Nytja- stefnumennirnir eru ennþá of uppteknir af hugleiðingum um tilgang: þeir hugsa ekki um annað en markmiðið sem fyrir þeim er nytsemin sem aftur er smættuð í ánægju. Þeir eru sældarhyggjumenn, þ.e. þeir gera ánægjuna, hvort sem hún er einstaklingsbundin eða felur í sér samkennd, að driffjöður andlegs lífs. Við horf- um hins vegar á málin frá sjónarhóli áhrifsorsakar frekar en tilgangs. Við tökum eftir orsök að verki í okkur áður en leitin að ánægju verður að markmiði: þessi orsök er lífið sem í samræmi við eðli sitt reynir að vaxa og breiða úr sér og finnur síðan fyrir ánægju sem afleiðingu, en hefur hana ekki endilega að markmiði. Líf- veran er ekki einföld reiknivél að hætti Benthams, endurskoðandi sem færir til bókar gróða og tap: að lifa er ekki að reikna, heldur að hafast að. Í lífverunni er uppsafnað afl, varasjóður virkni sem tæmir sig ekki vegna ánægjunnar af því að tæma sig, heldur vegna þess að hann verður að tæma sig : orsök getur ekki sleppt því að orsaka afleiðingar sínar, jafnvel þótt hún taki ekki mið af neinum tilgangi. Þar með komum við að grundvallarkennisetningu okkar: skyldan er ekkert ann- að en heiti sem er slitið úr samhengi við getuna sem hneigist óhjákvæmilega til athafnar. Með skyldu eigum við ekki við annað en getuna sem yfirstígur raunveru- leikann, og verður gagnvart honum að hugsjón, verður það sem hún á að vera því að hún er það sem getur orðið, því að hún er frjókorn framtíðarinnar sem brýst nú þegar út fyrir nútíðina. Siðferði okkar á sér engan yfirnáttúrulegan grundvöll; allt er afleiðing lífsins og aflsins sem innifalið er í lífinu: lífið setur sér sín eigin lögmál vegna stöðugrar tilhneigingar sinnar til að þróa sig. Það býr til skyldu sína til athafna úr getu sinni til athafna. Við höfum sýnt fram á að í staðinn fyrir að segja: Ég verð, þess vegna get ég, er réttara að segja: Ég get, þess vegna verð ég. Af þessu leiðir ákveðna ópersónulega skyldu sem skapast af sjálfri getunni til athafna. Þetta er fyrsta náttúrulega jafngildi hinnar leyndardómsfullu og yfirskilvitlegu skyldu. Annað jafngildið fundum við í kenningunni um hugmyndakrafta sem sett var fram af núlifandi heimspekingi: hugmyndin um æðri athöfn, sem og allar athafnir, er kraftur sem vinnur að því að gera hana að veruleika.1 Hugmyndin er í sjálfri sér upphafið að framkvæmd æðri athafnar. Skyldan er frá þessu sjónarhorni einungis djúp tilfinning fyrir samsemd hugsunar og athafnar. Hún er þannig tilfinning fyrir einingu verunnar, einingu lífsins. Sá sem lagar athafnir sínar ekki að sínum háleit- ustu hugsunum er í baráttu við sjálfan sig, klofinn hið innra. Einnig að þessu leyti erum við komin handan við sældarhyggjuna. Málið snýst ekki lengur um útreikn- ing á ánægju, um reikningsskil og tilgang: það snýst um að vera og að lifa, að finna fyrir tilveru sinni, að finna fyrir lífi sínu, að framkvæma eins og maður er og eins og maður lifir, að vera ekki eins konar lygi í verki, heldur sannleikur í verki. Þriðja jafngildi skyldunnar er fengið að láni frá skynjuninni, en ekki frá hugs- uninni eða athöfnunum eins og hinar fyrri. Það er stighækkandi samruni skynjana og sífellt félagslegra eðli æðri ánægju sem leiðir af sér eins konar skyldu eða æðri nauðsyn sem ýtir okkur jafn náttúrulega og röklega og áður í átt að öðrum. Með 1 [Heimspekingurinn sem um ræðir er Alfred Fouillé, stjúpfaðir Guyau, sem setti fram hugtakið í bókum sínum La liberté et le déterminisme og La critique des systèmes morales et contemporains.]
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.