Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 65
Andleg velferð mannkyns 65
líf nemenda sinna […]“.123 Athyglisvert er að Patai og Koertge greina ekki bara
ástandið og ástæður þess á svipaðan hátt og Mill heldur leggja til sömu lausnir.
„Það sem ungar konur í leit að eiginlegri menntun þurfa helst“, skrifa þær, „er að
komast í snertingu við andstæðar skoðanir“.124 Líkt og Mill benda þær á að það
séu konurnar sjálfar í kvennafræðunum sem bera skaðann þegar hugsunarfrelsi
og málfrelsi er skert.
Femínískir kennarar ættu að hugleiða að taka upp sem einkunnarorð
sín: „Að minnsta kosti, skaðið ekki konur“, því það eru ungar konur sem
munu bera mestan skaða hafni femínistar vísindum og gagnrýninni
hugsun.125
Lokuð orðræða og eyðing einstaklingseðlisins
Hér að framan hef ég skoðað tvö dæmi úr samtímanum undir sjónarhorni and-
legrar velferðar mannkyns. En ég hef ekki enn nefnt eina höfuðástæðu mína fyrir
því að gera þessi tvö dæmi að umræðuefni í ritskýringarritgerð um Frelsið. Hún
er sú að bæði dæmin sýna með afar glöggum hætti tengsl tungumáls eða tiltek-
innar orðræðu annars vegar og einstaklingseðlisins, eða öllu heldur eyðingar þess,
hins vegar. Í báðum tilvikum ríkir orðræðuhefð sem ýmist neitar að viðurkenna
einstaklingseðlið eða grefur markvisst undan því. Samþykkir þú að taka þátt í
slíkri orðræðu muntu grafa undan eigin einstaklingseðli og annarra. Skoðum fyrst
hreyfinguna um bældar minningar. Eitt sem vekur athygli þegar maður les sögur
kvennanna sem unnu ásamt ráðgjöfum sínum að því að grafa upp bældar minn-
ingar er hin sterka þörf þeirra fyrir að finna eitthvað eitt, einhverja eina minningu
(eða röð skyldra minninga), sem skýrt geti allt líf þeirra, öll feilsporin, alla brest-
ina, alla ósigrana, öll ónotin, allan sársaukann, allar stærstu ákvarðanir lífsins (svo
sem makaval og starfsval), alla fíknina og öll vonbrigðin. Eftir að hafa varið mörg-
um árum í að rifja upp bældar minningar um misnotkun í æsku segjast margar
konur t.d. skyndilega skilja líf sitt í heild sinni. Þær skilji hvers vegna þær hafi
verið haldnar fullkomnunaráráttu, hvers vegna þær hafi staðið sig afburða vel eða
illa í námi, hvers vegna þær hafi átt erfitt með að mynda sambönd við elskhuga
sína (karla jafnt sem konur), verið ótrúar eiginmönnum sínum, leitast sérstaklega
við að sofa hjá giftum mönnum, hvers vegna þær hafi drukkið óhóflega eða borð-
að linnulaust og þannig mætti lengi telja. Sú skýring sem Bass og Davis grípa
iðulega til um konur sem skaða sjálfar sig – drekka ótæpilega, neyta fíkniefna eða
borða mat stjórnlaust – er að þær séu að deyfa sársaukann.126 Um þjófnað hafa
þær t.d. þetta að segja:
Þjófnaður er athöfn sem felur í sér algert sjálfgleymi [totally absorbing
123 Patai og Koertge 2003: 278.
124 Sama rit: 117.
125 Sama rit: 157.
126 Bass og Davis 2002: 49–50. Bass og Davis mæla gegn slíkri hegðun.