Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 53

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 53
 Andleg velferð mannkyns 53 að höfuðviðfangsefni annars kaflans og raunar alls Frelsisins er andleg velferð mannkyns.55 En hvað er andleg velferð mannkyns? Er hún bara samanlögð andleg velferð einstaklinganna? Það er hin hefðbundna túlkun á Frelsinu. Mill notar hins vegar iðulega orðalag sem býður heim annarri túlkun. Í ofangreindri tilvitnun ræðir hann t.d. um andlega fjörlega þjóð (e. active people) og tiltekið andrúmsloft (e. atmosphere) sem ríkir þar sem mannkyn býr ekki við andlega velferð. Framhaldið er svohljóðandi: „Þegar þjóð hefur tekizt að lifa andlegu lífi … [When any people has made a temporary approach to such a character …]“ (80–81; CW 18: 243). Hér er vísað til skapgerðar þjóðarinnar, þótt sú hugsun skili sér ekki í íslensku þýðing- unni. Stuttu síðar er hert á þessum skilningi: „Þegar menn hafa forðazt ágreining um svo mikilvæg efni, að þau tendra eldmóð í brjóstum þeirra, hefur djúpstæðra andlegra hræringa aldrei gætt í lífi þjóða [the mind of the people]“ (81; CW 18: 243). Með slíku orðalagi gefur Mill þeirri tilgátu byr undir báða vængi að andleg velferð mannkyns vísi ekki bara til samanlagðrar andlegrar velferðar einstaklinganna sem mynda hópinn, þjóðina eða mannkynið hverju sinni. Þjóðinni sjálfri er eignuð skapgerð, hugur og hún er sögð búa við tiltekið andrúmsloft. Að þessu leyti virðist þjóðin (e. people) lík lifandi einstaklingi sem getur t.d. þjáðst af hugarvillu. Við höfum vanist því að tala um andleg mein sem hrjá tiltekna hópa eða þjóðir, mein sem ekki verður að fullu lýst sem uppsöfnuðu meinasafni einstaklinganna er mynda hópinn. Að þessu leyti er mikill munur á tannskemmdum þjóðar ann- ars vegar, sem merkir ekkert annað en samanlagðar tannskemmdir allra íbúanna, og hins vegar hjarðhugsun þjóðar t.d. í fjármálum. Í dæmum af síðari taginu eru flókin tengsl og víxlverkanir á milli einstaklinganna í hópnum sem ekki eru til staðar í dæmum af fyrra taginu. Við tölum í því samhengi um múgsefjun (e. mass hysteria) eða hugarvillu (e. illusion) sem ná tökum á bæjarfélögum, þjóðum, fræðasamfélögum eða jafnvel mannkyninu öllu. Upp í hugann koma dæmi á borð við ofsóknir McCarthys gegn meintum kommúnistum í Bandaríkjunum upp úr miðri tuttugustu öld. Í stað þess að skoða vel þekkta atburði af þessu tagi kýs ég að vekja athygli á tveimur nýlegri en minna þekktum dæmum sem geta e.t.v. varpað ljósi á andlega velferð mannkyns. Í hvoru tilviki um sig sæki ég í smiðju til fræðimanna sem hafa gagnrýnt viðkomandi andrúmsloft. Markmið mitt er ekki að skera úr um það hvort gagnrýnendurnir hafi rétt fyrir sér heldur að skoða hvernig þeir lýsa því andrúmslofti sem um ræðir. Ég myndi á hinn bóginn ekki gera þessi dæmi að umtalsefni teldi ég gagnrýnina illa rökstudda eða ósanngjarna. Bæði dæmin koma frá Bandaríkjum Norður-Ameríku. Fyrra dæmið er um það hvernig umtalsverður hluti bandarísku þjóðarinnar varð á árunum 1984–1996 nánast heltekinn af því sem nefnt hefur verið hugmyndafræði bældra eða endurheimtra minninga (e. repressed eða recovered memories). Eins og nafnið gefur til kynna fjallar sú hugmyndafræði um útbreiðslu og virkni bældra minninga, einkum hjá meintum fórnarlömbum kynferðislegrar misnotkunar. Hugmyndafræði bældra minninga hvíldi á þeirri tilgátu að stór hluti allra þeirra 55 Hitt er síðan annað mál að Mill telur að fátt muni skaða andlega velferð mannkyns eins mikið og það að vinna gegn framkomu mikilla hugsuða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.