Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 173
Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 173
á að halda. En kvenlega samkeppnin nær hér hámarki sínu. Vændiskonan sem
selur sig öllum hefur keppinauta, en ef nóg er af vinnu handa þeim öllum þá
finnst þeim þær tilheyra sama menginu, jafnvel þegar þær takast á. Lagskonan
sem leitast við að „skera sig úr“ er aftur á móti fyrirfram óvinveitt þeim sem ásæl-
ast stöðu innan yfirstéttarinnar eins og hún. Það er í slíkum tilvikum sem þekktar
staðalmyndir um „kvikindishátt“ kvenna verða sannleikanum samkvæmar.
Mesta ógæfa lagskonunnar er ekki aðeins að sjálfstæði hennar er öfugsnúin
blekking um þá nauðung sem birtist í þúsund öðrum myndum í lífi hennar, held-
ur er þessi tegund frelsis neikvæð. Leikkona eins og Rakel og dansari eins og
Ísadóra Duncan eru í störfum þar sem þeirra er krafist og réttlæta þannig veru
þeirra, þrátt fyrir að vera hjálpað af karlmönnum. Þær öðlast raunverulegt frelsi í
gegnum starf sem þær óskuðu eftir og elska. En fyrir langflestar konur er listin og
starfið aðeins leið að einhverju öðru; þær takast ekki á við raunveruleg verkefni.
Sér í lagi gefur kvikmyndaiðnaðurinn stjörnunni ekki færi á sköpun sem afurð
virks sköpunarmáttar þar sem hún er undir hælnum á kvikmyndaleikstjóranum.
Við notumst við það sem hún er; hún skapar ekki nýja hluti. Enn er frekar sjald-
gæft að verða að stjörnu. Í hinu eiginlega „gleðilífi“ opnast engin leið til dýrðar.
Leiðinn fylgir innilokun konunnar í íverunni. Zola bendir á þetta hjá Nönu.
Þrátt fyrir lúxuslíf í hjarta hirðarinnar dauðleiddist Nönu. Hún átti sér
karlmenn fyrir hverja einustu mínútu næturinnar og var með troðfullar
skúffur af peningum, en það gladdi hana ekki lengur. Hún fann fyrir
tómi einhvers staðar, holrými sem olli henni geispa. Líf hennar leið hjá
aðgerðalaust og snérist um sömu tilbreytingarlausu stundirnar sem komu
aftur og aftur … Vissan um að hún hefði í sig og á olli því að hún lá fyrir
allan liðlangan daginn, án allrar fyrirhafnar, dofin af þessari hræðslu og
undirgefni líkt og í klaustri, innilokuð í starfi sínu sem vændiskona. Hún
drap tímann með svölun heimskulegra nautna í einmana bið sinni eftir
karlmanninum.
Amerískar bókmenntir hafa hundrað sinnum lýst þessum þunga leiða sem gegn-
sýrir Hollywood og nær kverkataki á ferðamanninum um leið og hann kemur
á staðinn. Leikurum og aukaleikurum leiðist reyndar jafnmikið og konunum
þar sem þeir deila sömu skilyrðum. Meira að segja í Frakklandi hafa opinberar
skemmtanir á sér yfirbragð skylduverks. Velunnarinn sem stjórnar lífi ungu
stjörnunnar er eldri maður sem á eldri menn að vinum. Hugðarefni þeirra eru
ungu konunni framandi, samræður þeirra þreyta hana. Það er mun dýpri gjá milli
þeirra heldur en í borgaralegu hjónabandi tvítugrar reynslulausrar konu og 45 ára
gamals bankastjóra sem eru hlið við hlið dag og nótt.
Lagskonan fórnar unaði, ást og frelsi á altari framans. Draumur húsmóð-
urinnar er kyrrstæð hamingja sem umvefur tengsl hennar við eiginmanninn og
börnin. „Framinn“ verður til á löngum tíma, en er engu að síður hlutur sem er
stöðugt til staðar og felst í þessari nafngift. Nafnið þenst út á veggspjöldum og
í munni fólks, á sama tíma og sífellt hærri skör er mörkuð í þjóðfélagsstiganum.