Hugur - 01.01.2012, Side 173

Hugur - 01.01.2012, Side 173
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 173 á að halda. En kvenlega samkeppnin nær hér hámarki sínu. Vændiskonan sem selur sig öllum hefur keppinauta, en ef nóg er af vinnu handa þeim öllum þá finnst þeim þær tilheyra sama menginu, jafnvel þegar þær takast á. Lagskonan sem leitast við að „skera sig úr“ er aftur á móti fyrirfram óvinveitt þeim sem ásæl- ast stöðu innan yfirstéttarinnar eins og hún. Það er í slíkum tilvikum sem þekktar staðalmyndir um „kvikindishátt“ kvenna verða sannleikanum samkvæmar. Mesta ógæfa lagskonunnar er ekki aðeins að sjálfstæði hennar er öfugsnúin blekking um þá nauðung sem birtist í þúsund öðrum myndum í lífi hennar, held- ur er þessi tegund frelsis neikvæð. Leikkona eins og Rakel og dansari eins og Ísadóra Duncan eru í störfum þar sem þeirra er krafist og réttlæta þannig veru þeirra, þrátt fyrir að vera hjálpað af karlmönnum. Þær öðlast raunverulegt frelsi í gegnum starf sem þær óskuðu eftir og elska. En fyrir langflestar konur er listin og starfið aðeins leið að einhverju öðru; þær takast ekki á við raunveruleg verkefni. Sér í lagi gefur kvikmyndaiðnaðurinn stjörnunni ekki færi á sköpun sem afurð virks sköpunarmáttar þar sem hún er undir hælnum á kvikmyndaleikstjóranum. Við notumst við það sem hún er; hún skapar ekki nýja hluti. Enn er frekar sjald- gæft að verða að stjörnu. Í hinu eiginlega „gleðilífi“ opnast engin leið til dýrðar. Leiðinn fylgir innilokun konunnar í íverunni. Zola bendir á þetta hjá Nönu. Þrátt fyrir lúxuslíf í hjarta hirðarinnar dauðleiddist Nönu. Hún átti sér karlmenn fyrir hverja einustu mínútu næturinnar og var með troðfullar skúffur af peningum, en það gladdi hana ekki lengur. Hún fann fyrir tómi einhvers staðar, holrými sem olli henni geispa. Líf hennar leið hjá aðgerðalaust og snérist um sömu tilbreytingarlausu stundirnar sem komu aftur og aftur … Vissan um að hún hefði í sig og á olli því að hún lá fyrir allan liðlangan daginn, án allrar fyrirhafnar, dofin af þessari hræðslu og undirgefni líkt og í klaustri, innilokuð í starfi sínu sem vændiskona. Hún drap tímann með svölun heimskulegra nautna í einmana bið sinni eftir karlmanninum. Amerískar bókmenntir hafa hundrað sinnum lýst þessum þunga leiða sem gegn- sýrir Hollywood og nær kverkataki á ferðamanninum um leið og hann kemur á staðinn. Leikurum og aukaleikurum leiðist reyndar jafnmikið og konunum þar sem þeir deila sömu skilyrðum. Meira að segja í Frakklandi hafa opinberar skemmtanir á sér yfirbragð skylduverks. Velunnarinn sem stjórnar lífi ungu stjörnunnar er eldri maður sem á eldri menn að vinum. Hugðarefni þeirra eru ungu konunni framandi, samræður þeirra þreyta hana. Það er mun dýpri gjá milli þeirra heldur en í borgaralegu hjónabandi tvítugrar reynslulausrar konu og 45 ára gamals bankastjóra sem eru hlið við hlið dag og nótt. Lagskonan fórnar unaði, ást og frelsi á altari framans. Draumur húsmóð- urinnar er kyrrstæð hamingja sem umvefur tengsl hennar við eiginmanninn og börnin. „Framinn“ verður til á löngum tíma, en er engu að síður hlutur sem er stöðugt til staðar og felst í þessari nafngift. Nafnið þenst út á veggspjöldum og í munni fólks, á sama tíma og sífellt hærri skör er mörkuð í þjóðfélagsstiganum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.