Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 82

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 82
82 Jakob Guðmundur Rúnarsson Náttúruleg þróun viljans Greinin „The Ethics of Kant“ felur nær eingöngu í sér gagnrýni á siðakenningu Kants og býður einungis upp á að dregnar séu óbeinar ályktanir um afstöðu Spen- cers sjálfs til sumra þeirra þátta sem hann vekur athygli á. Til að fá skýrari mynd af þeim skilningi á viljanum sem hann gekk útfrá verður að líta til annarra verka hans og þá sérstaklega Principles of Psychology (1855). Þar setur Spencer fram þá kenningu að sálfræðileg gerð mannsins hafi þróast í samræmi við kenninguna um erfðir áunninna eiginleika og að huglæga starfsemi mannsins, eða gerð manns- hugans, megi skýra með vísun til þróunar. Í verkum sínum reyndi Spencer að gera skýran greinarmun á „hlutlægri“ sálfræði sem rannsakaði lífeðlisfræðileg ferli og því sem mætti kalla heimspeki hugans (e. philosophy of mind) en Spencer hefði lík- lega frekar vísað til sem „huglægrar sálfræði“ sem fól í sér heimspekilega rannsókn á mannshuganum. Sálfræði hans fól engan veginn í sér smættun hugarstarfsemi og meðvitundar í lífeðlisfræðileg ferli eða efnisleg fyrirbæri.24 Það er mikilvægt að hafa hugfast að „sálfræði“ fól í sér allt aðra merkingu á tímum Spencers en í dag og hafði ekki síður heimspekilega skírskotun en raunvísindalega. Síðustu kaflar Principles of Psychology fjalla um eðli, lögmál og þróun mannlegra vitsmuna (e. intelligence) þar sem Spencer gerir tilraun til að veita lesandanum heildstæða sýn á sálfræðilega gerð og þróun sálargáfna (e. faculties) mannsins allt frá ósjálfráðum líkamlegum viðbrögðum (e. reflex action) og eðlisávísunar (e. instinct) til minnis, skynsemi, tilfinninga (e. feelings) og viljans.25 Ólíkt Kant er Spencer ekki umhugað um að sýna fram á sérstöðu mannsins sem skynsemisveru eða sérstöðu „skynseminnar“ sem slíkrar. Þvert á móti leggur Spencer áherslu á að ekki sé mögulegt að draga skýrar markalínur á milli ólíkra sálargáfna heldur eru þær ólíkar hliðar á vitsmunum mannsins sem hafa mótast samhliða hægfara þróun hans. Viljinn er í þeim skilningi ekki eðlisólíkur skynseminni eða öðrum sálargáfum mannsins, þær eru heilsteypt afleiðing náttúrulegrar þróunar. Sálfræði Spencers grefur því undan hugmyndinni um aðgreinanlegar og eðlisólíkar sálar- gáfur og leggur áherslu á heildstæða sálfræðilega gerð mannins. Meðal þess sem Spencer glímir við í Principles of Psychology, og umfjöllun hans um viljann er hluti af, er hvernig megi skýra það samræmi sem virðist vera til staðar á milli „innra lífs“ mannsins, svo sem hneigða, hugmynda, og annarra „sál- rænna“ fyrirbæra og viðfangsefna og hugans, annarsvegar og ytri veruleika hins- vegar, þ.e.a.s. samband manns og heims. Spencer taldi að hugmyndin um þróun og erfðir áunninna eiginleika væri lykillinn að þessari aldagömlu gátu. Í stuttu máli má segja að Spencer hafi litið á samræmi innra sálarlífs og ytri veruleika sem afleiðingu þess að „viðvarandi ytra áreiti leiðir til innri hneigða“ og að þegar ein sálræn upplifun (e. psychical state) ræki aðra, leiddi það til þess að með tímanum kallaði sú fyrri sjálfkrafa á hina síðari.26 Með vísun til þessara þátta reyndi Spencer að sýna fram á hvernig ólíkir vitrænir hæfileikar eða sálargáfur mannsins höfðu 24 Hatfield 2010. 25 Spencer 1855: 312–371. 26 Sama rit: 316.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.