Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 82
82 Jakob Guðmundur Rúnarsson
Náttúruleg þróun viljans
Greinin „The Ethics of Kant“ felur nær eingöngu í sér gagnrýni á siðakenningu
Kants og býður einungis upp á að dregnar séu óbeinar ályktanir um afstöðu Spen-
cers sjálfs til sumra þeirra þátta sem hann vekur athygli á. Til að fá skýrari mynd
af þeim skilningi á viljanum sem hann gekk útfrá verður að líta til annarra verka
hans og þá sérstaklega Principles of Psychology (1855). Þar setur Spencer fram þá
kenningu að sálfræðileg gerð mannsins hafi þróast í samræmi við kenninguna um
erfðir áunninna eiginleika og að huglæga starfsemi mannsins, eða gerð manns-
hugans, megi skýra með vísun til þróunar. Í verkum sínum reyndi Spencer að gera
skýran greinarmun á „hlutlægri“ sálfræði sem rannsakaði lífeðlisfræðileg ferli og
því sem mætti kalla heimspeki hugans (e. philosophy of mind) en Spencer hefði lík-
lega frekar vísað til sem „huglægrar sálfræði“ sem fól í sér heimspekilega rannsókn
á mannshuganum. Sálfræði hans fól engan veginn í sér smættun hugarstarfsemi
og meðvitundar í lífeðlisfræðileg ferli eða efnisleg fyrirbæri.24 Það er mikilvægt að
hafa hugfast að „sálfræði“ fól í sér allt aðra merkingu á tímum Spencers en í dag
og hafði ekki síður heimspekilega skírskotun en raunvísindalega.
Síðustu kaflar Principles of Psychology fjalla um eðli, lögmál og þróun mannlegra
vitsmuna (e. intelligence) þar sem Spencer gerir tilraun til að veita lesandanum
heildstæða sýn á sálfræðilega gerð og þróun sálargáfna (e. faculties) mannsins
allt frá ósjálfráðum líkamlegum viðbrögðum (e. reflex action) og eðlisávísunar (e.
instinct) til minnis, skynsemi, tilfinninga (e. feelings) og viljans.25 Ólíkt Kant er
Spencer ekki umhugað um að sýna fram á sérstöðu mannsins sem skynsemisveru
eða sérstöðu „skynseminnar“ sem slíkrar. Þvert á móti leggur Spencer áherslu á
að ekki sé mögulegt að draga skýrar markalínur á milli ólíkra sálargáfna heldur
eru þær ólíkar hliðar á vitsmunum mannsins sem hafa mótast samhliða hægfara
þróun hans. Viljinn er í þeim skilningi ekki eðlisólíkur skynseminni eða öðrum
sálargáfum mannsins, þær eru heilsteypt afleiðing náttúrulegrar þróunar. Sálfræði
Spencers grefur því undan hugmyndinni um aðgreinanlegar og eðlisólíkar sálar-
gáfur og leggur áherslu á heildstæða sálfræðilega gerð mannins.
Meðal þess sem Spencer glímir við í Principles of Psychology, og umfjöllun hans
um viljann er hluti af, er hvernig megi skýra það samræmi sem virðist vera til
staðar á milli „innra lífs“ mannsins, svo sem hneigða, hugmynda, og annarra „sál-
rænna“ fyrirbæra og viðfangsefna og hugans, annarsvegar og ytri veruleika hins-
vegar, þ.e.a.s. samband manns og heims. Spencer taldi að hugmyndin um þróun
og erfðir áunninna eiginleika væri lykillinn að þessari aldagömlu gátu. Í stuttu
máli má segja að Spencer hafi litið á samræmi innra sálarlífs og ytri veruleika sem
afleiðingu þess að „viðvarandi ytra áreiti leiðir til innri hneigða“ og að þegar ein
sálræn upplifun (e. psychical state) ræki aðra, leiddi það til þess að með tímanum
kallaði sú fyrri sjálfkrafa á hina síðari.26 Með vísun til þessara þátta reyndi Spencer
að sýna fram á hvernig ólíkir vitrænir hæfileikar eða sálargáfur mannsins höfðu
24 Hatfield 2010.
25 Spencer 1855: 312–371.
26 Sama rit: 316.