Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 204

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 204
204 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson tíma einkenni enn íþróttir heimsins er dálítil tímaskekkja að líta þær sömu augum í dag og tíðkaðist fyrir mörgum öldum, eins og dæmin hér á eftir sanna. Stjörnudýrkun, áhersla á keppnisíþróttir, met og afrek náði yfirhöndinni á fyrri helmingi 20. aldar á kostnað almenningsíþrótta og íþróttaþátttöku vegna líkam- legrar og andlegrar heilsu ungmenna. Að sumu leyti var hér um þjóðernisstefnu að ræða því að flestar þjóðir notuðu íþróttir í þeim tilgangi að styrkja þjóðarvit- und sína og bæta álit sitt meðal íbúa heimsins.45 Hrein peningahyggja og við- skiptavæðing íþrótta er skýrust á Vesturlöndum í tengslum við atvinnumennsku í íþróttum og öll þau margvíslegu viðskipti sem þrífast í kringum hana. Þar má nefna þátttöku í auglýsingastarfsemi fyrir þau fyrirtæki sem styrkja félögin, mútu- greiðslur, spillta notkun eigna og fjármuna íþróttafélaga í eiginhagsmunaskyni og ýmsar aðrar uppákomur.46 Allt slíkt hefði fyrir nokkrum áratugum verið fordæmt innan vestrænnar íþróttahreyfingar sem óásættanlegt fyrir alla sem koma nálægt íþróttastarfi, hvort sem það eru iðkendur, leiðtogar, stuðningsmannafélög, þjálf- arar eða dómarar. Hins vegar kann það að vera í meiri samhljómi við aðra þróun í samfélaginu, svo sem viðskiptavæðinguna og ómælda hetjudýrkun viðskiptanna síðustu áratugina.47 Ýmis önnur misbeiting aðstöðu fyrirfinnst í íþróttum þótt flest sé hún ólögleg eða álitin siðlaus og sé ekki öll beinlínis algeng. Íþróttastjórnendur og í framhaldi af þeim íþróttafréttamenn ástunda til dæmis verulega aldurs- og kynjamismunun sem auðsætt er á þeirri áherslu sem afreksíþróttir ungra karla njóta umfram lið fatlaðs fólks, kvenna, unglinga og fólks eldri en 30 ára.48 Fyrirliðar og þjálfarar eiga til að misnota aðstöðu sína með því að svíkjast aftan að liðsmönnum sínum í einkalífinu og kvelja og kúga einstaka skjólstæðinga sína í stað þess að hugsa fyrst og fremst um hag þeirra.49 Aðrir stofna jafnvel til kynferðislegs sambands við skjólstæðinga sína og eignast börn með þeim. Dómarar leggja stundum einstaka leikmenn í einelti eða virka sem „heimadómarar“ fyrir einstök lið.50 Stundum gerist það „í hita leiksins“ að stuðningsmenn láta í ljósi kynþáttahatur, karlrembu, andúð á samkynhneigð, fasisma, þjóðernisrembing, nágrannaríg eða fagna óför- um, jafnvel meiðslum og sársauka andstæðinganna í stað þess að styðja og hvetja lið sín. Nóg er af slíkum dæmum úr vestrænu íþróttalífi.51 Hlutdrægni og mis- munun af þessu tagi kemur að sjálfsögðu ekki aðeins fyrir meðal stuðningsmanna, heldur ratar hún einnig inn í lýsingar og texta sumra íþróttafréttamanna. Þannig draga fréttamenn oft enga dul á hvoru liðinu þeir halda með og ganga jafnvel svo langt að segja að brot séu afsakanleg og jafnvel nauðsynleg hjá „þeirra liði“ svo framarlega sem dómarinn sjái þau ekki! Þá er komið að íþróttabullunum sem sumir íþróttamenn og leiðtogar afneita og segja ekki koma íþróttum við. Ef til vill er það þó ekki rétt. Þeir líta sjálfir 45 Bairner 2001; Van Bottenburg 2001. 46 Coakley 2003: 362–403. 47 Sage 1998. 48 McNamee 2008: 51–57. 49 Macrina 2005: 40–44; McNamee 2008: 89–109. 50 Coakley 2003: 158-199 og 200-233; Stefán Arnaldsson 2010: 22–23. 51 Griffin 1998; Hargreaves 2000; Woog 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.