Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 204
204 Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson
tíma einkenni enn íþróttir heimsins er dálítil tímaskekkja að líta þær sömu augum
í dag og tíðkaðist fyrir mörgum öldum, eins og dæmin hér á eftir sanna.
Stjörnudýrkun, áhersla á keppnisíþróttir, met og afrek náði yfirhöndinni á fyrri
helmingi 20. aldar á kostnað almenningsíþrótta og íþróttaþátttöku vegna líkam-
legrar og andlegrar heilsu ungmenna. Að sumu leyti var hér um þjóðernisstefnu
að ræða því að flestar þjóðir notuðu íþróttir í þeim tilgangi að styrkja þjóðarvit-
und sína og bæta álit sitt meðal íbúa heimsins.45 Hrein peningahyggja og við-
skiptavæðing íþrótta er skýrust á Vesturlöndum í tengslum við atvinnumennsku
í íþróttum og öll þau margvíslegu viðskipti sem þrífast í kringum hana. Þar má
nefna þátttöku í auglýsingastarfsemi fyrir þau fyrirtæki sem styrkja félögin, mútu-
greiðslur, spillta notkun eigna og fjármuna íþróttafélaga í eiginhagsmunaskyni og
ýmsar aðrar uppákomur.46 Allt slíkt hefði fyrir nokkrum áratugum verið fordæmt
innan vestrænnar íþróttahreyfingar sem óásættanlegt fyrir alla sem koma nálægt
íþróttastarfi, hvort sem það eru iðkendur, leiðtogar, stuðningsmannafélög, þjálf-
arar eða dómarar. Hins vegar kann það að vera í meiri samhljómi við aðra þróun
í samfélaginu, svo sem viðskiptavæðinguna og ómælda hetjudýrkun viðskiptanna
síðustu áratugina.47
Ýmis önnur misbeiting aðstöðu fyrirfinnst í íþróttum þótt flest sé hún ólögleg
eða álitin siðlaus og sé ekki öll beinlínis algeng. Íþróttastjórnendur og í framhaldi
af þeim íþróttafréttamenn ástunda til dæmis verulega aldurs- og kynjamismunun
sem auðsætt er á þeirri áherslu sem afreksíþróttir ungra karla njóta umfram lið
fatlaðs fólks, kvenna, unglinga og fólks eldri en 30 ára.48 Fyrirliðar og þjálfarar
eiga til að misnota aðstöðu sína með því að svíkjast aftan að liðsmönnum sínum í
einkalífinu og kvelja og kúga einstaka skjólstæðinga sína í stað þess að hugsa fyrst
og fremst um hag þeirra.49 Aðrir stofna jafnvel til kynferðislegs sambands við
skjólstæðinga sína og eignast börn með þeim. Dómarar leggja stundum einstaka
leikmenn í einelti eða virka sem „heimadómarar“ fyrir einstök lið.50 Stundum
gerist það „í hita leiksins“ að stuðningsmenn láta í ljósi kynþáttahatur, karlrembu,
andúð á samkynhneigð, fasisma, þjóðernisrembing, nágrannaríg eða fagna óför-
um, jafnvel meiðslum og sársauka andstæðinganna í stað þess að styðja og hvetja
lið sín. Nóg er af slíkum dæmum úr vestrænu íþróttalífi.51 Hlutdrægni og mis-
munun af þessu tagi kemur að sjálfsögðu ekki aðeins fyrir meðal stuðningsmanna,
heldur ratar hún einnig inn í lýsingar og texta sumra íþróttafréttamanna. Þannig
draga fréttamenn oft enga dul á hvoru liðinu þeir halda með og ganga jafnvel svo
langt að segja að brot séu afsakanleg og jafnvel nauðsynleg hjá „þeirra liði“ svo
framarlega sem dómarinn sjái þau ekki!
Þá er komið að íþróttabullunum sem sumir íþróttamenn og leiðtogar afneita
og segja ekki koma íþróttum við. Ef til vill er það þó ekki rétt. Þeir líta sjálfir
45 Bairner 2001; Van Bottenburg 2001.
46 Coakley 2003: 362–403.
47 Sage 1998.
48 McNamee 2008: 51–57.
49 Macrina 2005: 40–44; McNamee 2008: 89–109.
50 Coakley 2003: 158-199 og 200-233; Stefán Arnaldsson 2010: 22–23.
51 Griffin 1998; Hargreaves 2000; Woog 1998.