Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 31
Viljafrumspeki og bölhyggja Schopenhauers 31
unnar er alltaf stillt á núll“.21 Schopenhauer gefur sér ákveðinn byrjunarreit og
útilokar strax að löngunin geti verið ánægjuleg. Staðan er því neikvæð frá upphafi
og dauðadæmd. Við byrjum alltaf í mínus með skortinum og þegar okkur tekst að
komast yfir skortinn þá erum við í mesta lagi á núlli. Við komumst aldrei í plús,
sem þýðir að hin góða hlið viljans, ánægjan, fær ekkert gildi. Kvalafull áreynsla
okkar er því með öllu tilgangslaus og fullvissar okkur aðeins um „að hver afkimi
heimsins er gjaldþrota, og að lífið er viðskipti sem svari ekki kostnaði […].“22
Dæmið er einfalt; við eigum enga innistæðu, hamingjan verður ekki höndluð og
þjáningin er óumflýjanleg.
Það er vitaskuld hæpið að setja tilfinningar manna upp í reikningsdæmi eins
og hvert annað heimilisbókhald þar sem útkoman er fyrirsjáanleg og endanleg.
Við reiknum ekki upplifanir okkar og lífið út fyrirfram. Við verðum að lifa lífinu
og komast að því sjálf hvernig hlutirnir eru. Það er okkur eðlislægt að vilja og
við verðum ekki alltaf vonsvikin eða í mesta lagi „á núlli“ þegar við uppfyllum
langanir okkar. Reynslan segir okkur að viljinn getur verið góður og gefandi. Það
er ekki eingöngu þjáning og böl sem bíða okkar við dyrastafinn, heldur einnig
(óvænt) ánægja og gleði.
Schopenhauer er upptekinn af hamingjuhyggju sem mælikvarða, af varanlegri
hamingju sem viðmiði langana okkar. En lífið átti frá upphafi ekki að vera sældin
ein (óþekkjanlegur viljinn segir okkur það). Þá þrengir Schopenhauer enn frekar
að viljafyrirbæri mannsins þar sem hamingjuhyggjan snýst fyrst og fremst um
mína hamingju. Eðlislæg bölhyggja er að mínum dómi sjálfmiðuð kenning þar
sem sjálfhverfni mannsins er í brennidepli. Viljinn sem óþekkjanleg orka ein-
skorðast við minn vilja, minn skort og varðar mína hamingju. Sökum skortsins
þarf ég að taka af lífinu og fá eitthvað frá veruleikanum (til að halda mér á núllinu)
– og ég þarf þar að auki að hafa fyrir því. Þjáningartilvistin felur í sér að veruleik-
inn stendur einhvern veginn í skuld við mig. Lífsfyllingin snýst ekki um að viljinn
gefi eitthvað af sér, en sambandi viljans til lífsins og til annarra er kirfilega ýtt til
hliðar. Hin skilyrðislausa gjöf til veruleikans passar ekki inn í reikningshaldið,
heldur snýst allt um skortinn, sem tekur með sér sjálfhverf sjónarmið, tómleika og
eymd. Hagfræði bölsins gengur út á að þú tekur út og ert þá í mesta lagi á núlli,
en þú leggur ekkert inn.
Skortur sem kjarni rökmiðjuhugsunar
Viljafrumspeki Schopenhauers, innsta eðli hennar og inntak, er leidd út með
formgerð viljans þar sem hugtakið skortur liggur allri hugsun til grundvallar;
skorturinn er kjarni rökmiðjunnar sem allt annað er sett í samhengi við. Rök-
miðjan þrengir að flokkunum hugans þar sem ákveðin samsemd (þjáning) verður
ofan á og að sannleiksmiðju; að okkur takist aldrei að komast yfir skortinn herðir
enn frekar að sannleiksmiðjunni – og þar með þjáningartilvist mannsins.
Rökmiðjan leitast við að höndla veruleikann og gera honum skil, en rökmiðjan
er jafnvægi og skipulag þar sem allt er skilgreint og í föstum skorðum. Eðli rök-
21 Janaway 1999: 334.
22 Schopenhauer 1958: 574.