Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 123
Samfélagsrýni og gamlar hættur 123
og rökræðum, á meðan Kierkegaard sér hins vegar þann veruleika sem Habermas
lýsir sem almannasviðinu sem nýtt og hættulegt menningarlegt fyrir bæri þar sem
fjölmiðlar og jöfnun þeirra fær að leika lausum hala. Kierkegaard er því mjög
gagnrýninn á þann veruleika sem Habermas telur eftirsóknarverðan, og er í raun
fyrir Kierkegaard uppspretta jöfnunar. Skynsöm og þaulhugsuð umræða meðal
almennings er að mati Kierkegaard einfaldlega ekki möguleiki.
Í gagnrýni Kierkegaards á tíðarandann má glögglega greina samsvörun við tíð-
aranda tuttugustu og fyrstu aldar. Sömuleiðis má í Nútímanum finna skyldleika
við þann veruleika sem birtist í kenningum póstmódernismans31 og tók að ryðja
sér til rúms innan heimspekinnar undir lok áttunda áratugar síðustu aldar. Sitt
sýnist hverjum um hugtakið póstmódernisma en í grunninn snýr það að afbökun
og endurmati á gildum sem áður var haldið á lofti, t.a.m. má lýsa einni sýn á
póstmódernisma sem þeirri skoðun að tími hugmyndafræðinnar sé liðinn.32 Póst-
módernískir hugsuðir efast um hvort skynsemin ein geti staðið að baki og sett upp
samhangandi kerfi hugsunar. Með rökfræðilegri skynsemi reyndu menn á borð
við Hegel og Kant að útskýra veruleikann og skilgreina með áþreifanlegum hætti
mörkin á milli ólíkra sviða mannlegs lífs. Póstmódernisminn telur hins vegar ekk-
ert öruggt, ekki einu sinni vissu okkar um að við séum skyni bornar verur. Simon
Malpas orðar þetta svo að við séum stödd á alþjóðlegu markaðstorgi, hnattvædd.33
Kierkegaard taldi umhverfi sitt og tíðaranda standa frammi fyrir miklum áskor-
unum sökum aukins upplýsingaflæðis og þeirrar minnkandi áherslu sem lögð var
á gildi og persónuleg tengsl milli einstaklinga. Með því að veita ástandi rofs og
firringar í tíðarandanum athygli glímir Kierkegaard því að mörgu leyti við þær
spurningar sem hið póstmóderníska ástand spyr.
Í fórum hins franska Jean-François Lyotard og verki hans La condition post-
moderne markaði hugtakið um póstmódernisma sér stöðu innan heimspekinnar.
Verkefni Lyotards er að rannsaka ástand þekkingarinnar í háþróuðum samfélög-
um – hvað telst vera þekking fyrir nútímamanninn og hvernig hún er notuð af
einstaklingnum, viðskiptaheiminum og samfélaginu. Að mati Lyotards breytt-
ist staða þekkingarinnar eftir iðnvæðingu, og menningin varð póstmódernísk.
Nútíminn reiðir sig á stórsögur (f. grands récits) sem er nokkurskonar regnhlíf-
arhugtak yfir skilgreiningar mannsins á veruleikanum. Í gegnum þær skilur hann
heiminn og þær sögur sem við segjum um hann. Maðurinn notar stórsögurnar
til að meta og dæma hvaða hugmyndir og fullyrðingar eru lögmætar, sannar og
siðferðislega réttar hverju sinni. Leiðarfrásagnir fela í sér sögulega heimspeki, og
31 Allt fram undir lok níunda áratugarins var umræðan um „hið póstmóderníska“ bundin við listir
og arkitektúr. Kerfisbundin heimspekileg orðræða um póstmódernisma átti sér ekki stað sem
neinu nam fyrr en Baudrillard, Rorty og Jameson lögðu allir sitt af mörkum til þeirrar umræðu og
komu póstmódernismanum á hið heimspekilega kort, ef svo má að orði komast, sjá Bertens 1995:
107.
32 Sú skoðun er umdeild, en slóvenski heimspekingurinn og menningarrýnirinn Slavoj Žižek einn
þeirra sem telja að hugmyndafræði sé enn vel við lýði í vestrænum samfélögum. Í heldur ógeð-
felldum en stórskemmtilegum samanburði á ólíkum formgerðum klósettskála Frakka, Þjóðverja
og Breta, tekst Žižek að sýna fram á hvernig ólík hugmyndafræði lifir góðu lífi innan ólíkra
menningarheima, sjá Žižek 2007: 44–45.
33 Malpas 2005: 1–5.