Hugur - 01.01.2012, Síða 123

Hugur - 01.01.2012, Síða 123
 Samfélagsrýni og gamlar hættur 123 og rökræðum, á meðan Kierkegaard sér hins vegar þann veruleika sem Habermas lýsir sem almannasviðinu sem nýtt og hættulegt menningarlegt fyrir bæri þar sem fjölmiðlar og jöfnun þeirra fær að leika lausum hala. Kierkegaard er því mjög gagnrýninn á þann veruleika sem Habermas telur eftirsóknarverðan, og er í raun fyrir Kierkegaard uppspretta jöfnunar. Skynsöm og þaulhugsuð umræða meðal almennings er að mati Kierkegaard einfaldlega ekki möguleiki. Í gagnrýni Kierkegaards á tíðarandann má glögglega greina samsvörun við tíð- aranda tuttugustu og fyrstu aldar. Sömuleiðis má í Nútímanum finna skyldleika við þann veruleika sem birtist í kenningum póstmódernismans31 og tók að ryðja sér til rúms innan heimspekinnar undir lok áttunda áratugar síðustu aldar. Sitt sýnist hverjum um hugtakið póstmódernisma en í grunninn snýr það að afbökun og endurmati á gildum sem áður var haldið á lofti, t.a.m. má lýsa einni sýn á póstmódernisma sem þeirri skoðun að tími hugmyndafræðinnar sé liðinn.32 Póst- módernískir hugsuðir efast um hvort skynsemin ein geti staðið að baki og sett upp samhangandi kerfi hugsunar. Með rökfræðilegri skynsemi reyndu menn á borð við Hegel og Kant að útskýra veruleikann og skilgreina með áþreifanlegum hætti mörkin á milli ólíkra sviða mannlegs lífs. Póstmódernisminn telur hins vegar ekk- ert öruggt, ekki einu sinni vissu okkar um að við séum skyni bornar verur. Simon Malpas orðar þetta svo að við séum stödd á alþjóðlegu markaðstorgi, hnattvædd.33 Kierkegaard taldi umhverfi sitt og tíðaranda standa frammi fyrir miklum áskor- unum sökum aukins upplýsingaflæðis og þeirrar minnkandi áherslu sem lögð var á gildi og persónuleg tengsl milli einstaklinga. Með því að veita ástandi rofs og firringar í tíðarandanum athygli glímir Kierkegaard því að mörgu leyti við þær spurningar sem hið póstmóderníska ástand spyr. Í fórum hins franska Jean-François Lyotard og verki hans La condition post- moderne markaði hugtakið um póstmódernisma sér stöðu innan heimspekinnar. Verkefni Lyotards er að rannsaka ástand þekkingarinnar í háþróuðum samfélög- um – hvað telst vera þekking fyrir nútímamanninn og hvernig hún er notuð af einstaklingnum, viðskiptaheiminum og samfélaginu. Að mati Lyotards breytt- ist staða þekkingarinnar eftir iðnvæðingu, og menningin varð póstmódernísk. Nútíminn reiðir sig á stórsögur (f. grands récits) sem er nokkurskonar regnhlíf- arhugtak yfir skilgreiningar mannsins á veruleikanum. Í gegnum þær skilur hann heiminn og þær sögur sem við segjum um hann. Maðurinn notar stórsögurnar til að meta og dæma hvaða hugmyndir og fullyrðingar eru lögmætar, sannar og siðferðislega réttar hverju sinni. Leiðarfrásagnir fela í sér sögulega heimspeki, og 31 Allt fram undir lok níunda áratugarins var umræðan um „hið póstmóderníska“ bundin við listir og arkitektúr. Kerfisbundin heimspekileg orðræða um póstmódernisma átti sér ekki stað sem neinu nam fyrr en Baudrillard, Rorty og Jameson lögðu allir sitt af mörkum til þeirrar umræðu og komu póstmódernismanum á hið heimspekilega kort, ef svo má að orði komast, sjá Bertens 1995: 107. 32 Sú skoðun er umdeild, en slóvenski heimspekingurinn og menningarrýnirinn Slavoj Žižek einn þeirra sem telja að hugmyndafræði sé enn vel við lýði í vestrænum samfélögum. Í heldur ógeð- felldum en stórskemmtilegum samanburði á ólíkum formgerðum klósettskála Frakka, Þjóðverja og Breta, tekst Žižek að sýna fram á hvernig ólík hugmyndafræði lifir góðu lífi innan ólíkra menningarheima, sjá Žižek 2007: 44–45. 33 Malpas 2005: 1–5.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.