Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 25
Viljafrumspeki og bölhyggja Schopenhauers 25
í stöðugu ferli langana okkar. Schopenhauer er samkvæmur sjálfum sér: Við kom-
umst ekki á bak við reynsluheiminn, út fyrir form þekkingar (fjórfaldrar rótar
lögmáls fullnægjandi ástæðu) og getum því aldrei þekkt hlutinn í sjálfum sér,
heldur aðeins eins og við skynjum hann í rúm-tímaflæðinu, hlutgerðan, duldan
og ófyrirsjáanlegan í senn.
Með viljafrumspekinni leitast Schopenhauer ekki aðeins við að brúa bilið
milli raunverulegs heims og veruleika okkar – í því skyni að túlka hið órökrétta og
dular fulla sem afgerandi afl allrar framvindu – og þar með yfirvinna forskilvitlega
hughyggju Kants og tvíhyggju. Viljafrumspekin er ekki síður tilraun til þess að
útskýra þjáningartilvist mannsins og niðurnjörva bölhyggjuna sem hugmynd um
heiminn, en þjáningin er meginstef heimspeki hans. Schopenhauer heldur því
fram að viljinn sé ástæða fyrir óumflýjanlegri þjáningartilvist mannsins.
Seinni hluti
Tvenn meginrök fyrir eðlislægri bölhyggju
Eðlislæg bölhyggja verður til í framhaldi af lýsandi bölhyggju Schopenhauers
og þeirri þjáningartilvist sem er að finna í dýra- og mannlífinu.10 Hún byggist
á greiningu hans á viljaathöfn mannsins og grundvallast á viljafrumspeki hans
eða frumspekilegri bölhyggju um stöðugt vannærðan vilja. Grunnhugmynd eðlis-
lægrar bölhyggju felst í því að maðurinn getur aldrei öðlast hamingju í lífinu
vegna viljans sem ekkert uppfyllt markmið getur stöðvað.11
Schopenhauer ræðst í að greina nánar og túlka viljafyrirbæri mannsins sam-
kvæmt innsta eðli þeirra og inntaki til þess að geta betur ráðið í heiminn og
þjáningartilvistina. Drifkraftur athafna mannsins eru stöðugar langanir hans og
þrár, sem aldrei er unnt að fullnægja endanlega, en það veldur manninum sárs-
auka og óhamingju. Hann setur fram tvenn meginrök fyrir eðlislægri bölhyggju,
sem bæði vísa til þjáningar. Rökin eru annars vegar rökin fyrir skorti á fullnægju
og hins vegar rökin fyrir leiða sem maðurinn hneigist til. Rétt er að benda á, að
Schopenhauer gerir ráð fyrir að hamingjan sé eftirsóknarverð fyrir manninn, sem
felst í fullnægðum löngunum hans og þrám. Hamingjan er skilyrt af því að mað-
urinn fái það sem vilji hans sækist eftir. Hamingjuhugtak Schopenhauers má því
skilja sem samnefnara yfir fullnægju allra þeirra langana sem maðurinn nær að
uppfylla, hvað svo sem þær kunna að fela í sér.
10 Lýsandi bölhyggja skírskotar til reynslu okkar af heiminum og þeirrar staðreyndar að í heiminum
sé í raun til mikið böl. Aðaluppspretta þjáningar að mati Schopenhauers, eins og hún kemur í
ljós í veruleikanum, er í stríðinu milli einstaklinga: Öll mannkynssagan er blóði drifin líkt og hjá
villidýrum. Þjáningin er bundin öllum þáttum lífsins og brýst fram í mismunandi myndum –
sem kynhvöt, ástríða, ást, afbrýðisemi, öfund, hatur, hræðsla, framagirni, fégræðgi, sjúkdómur og
svo framvegis. Þjáningin og ósættið eru óhjákvæmilega staðreyndir lífsins. Viljinn er í eðli sínu
blindur, eigingjarn og grimmur og veruleikinn einkennist af angist og tilvistarlegri tómhyggju.
Eigin girnin er fólgin í óteljandi sjálfhverfum löngunum mannsins og stafar af viljanum, sem leit-
ast við að stuðla að eigin hagsmunum í hverri birtingarmynd sinni. Lýsandi bölhyggja grundvall-
ast klárlega á eigingjörnu eðli mannsins, sem ýtir undir svartsýni Schopenhauers, en svartsýni er
nafn á bölhyggju í þeim skilningi að hún er afstaða til lífsins.
11 Schopenhauer 2008: 363.