Hugur - 01.01.2012, Page 25

Hugur - 01.01.2012, Page 25
 Viljafrumspeki og bölhyggja Schopenhauers 25 í stöðugu ferli langana okkar. Schopenhauer er samkvæmur sjálfum sér: Við kom- umst ekki á bak við reynsluheiminn, út fyrir form þekkingar (fjórfaldrar rótar lögmáls fullnægjandi ástæðu) og getum því aldrei þekkt hlutinn í sjálfum sér, heldur aðeins eins og við skynjum hann í rúm-tímaflæðinu, hlutgerðan, duldan og ófyrirsjáanlegan í senn. Með viljafrumspekinni leitast Schopenhauer ekki aðeins við að brúa bilið milli raunverulegs heims og veruleika okkar – í því skyni að túlka hið órökrétta og dular fulla sem afgerandi afl allrar framvindu – og þar með yfirvinna forskilvitlega hughyggju Kants og tvíhyggju. Viljafrumspekin er ekki síður tilraun til þess að útskýra þjáningartilvist mannsins og niðurnjörva bölhyggjuna sem hugmynd um heiminn, en þjáningin er meginstef heimspeki hans. Schopenhauer heldur því fram að viljinn sé ástæða fyrir óumflýjanlegri þjáningartilvist mannsins. Seinni hluti Tvenn meginrök fyrir eðlislægri bölhyggju Eðlislæg bölhyggja verður til í framhaldi af lýsandi bölhyggju Schopenhauers og þeirri þjáningartilvist sem er að finna í dýra- og mannlífinu.10 Hún byggist á greiningu hans á viljaathöfn mannsins og grundvallast á viljafrumspeki hans eða frumspekilegri bölhyggju um stöðugt vannærðan vilja. Grunnhugmynd eðlis- lægrar bölhyggju felst í því að maðurinn getur aldrei öðlast hamingju í lífinu vegna viljans sem ekkert uppfyllt markmið getur stöðvað.11 Schopenhauer ræðst í að greina nánar og túlka viljafyrirbæri mannsins sam- kvæmt innsta eðli þeirra og inntaki til þess að geta betur ráðið í heiminn og þjáningartilvistina. Drifkraftur athafna mannsins eru stöðugar langanir hans og þrár, sem aldrei er unnt að fullnægja endanlega, en það veldur manninum sárs- auka og óhamingju. Hann setur fram tvenn meginrök fyrir eðlislægri bölhyggju, sem bæði vísa til þjáningar. Rökin eru annars vegar rökin fyrir skorti á fullnægju og hins vegar rökin fyrir leiða sem maðurinn hneigist til. Rétt er að benda á, að Schopenhauer gerir ráð fyrir að hamingjan sé eftirsóknarverð fyrir manninn, sem felst í fullnægðum löngunum hans og þrám. Hamingjan er skilyrt af því að mað- urinn fái það sem vilji hans sækist eftir. Hamingjuhugtak Schopenhauers má því skilja sem samnefnara yfir fullnægju allra þeirra langana sem maðurinn nær að uppfylla, hvað svo sem þær kunna að fela í sér. 10 Lýsandi bölhyggja skírskotar til reynslu okkar af heiminum og þeirrar staðreyndar að í heiminum sé í raun til mikið böl. Aðaluppspretta þjáningar að mati Schopenhauers, eins og hún kemur í ljós í veruleikanum, er í stríðinu milli einstaklinga: Öll mannkynssagan er blóði drifin líkt og hjá villidýrum. Þjáningin er bundin öllum þáttum lífsins og brýst fram í mismunandi myndum – sem kynhvöt, ástríða, ást, afbrýðisemi, öfund, hatur, hræðsla, framagirni, fégræðgi, sjúkdómur og svo framvegis. Þjáningin og ósættið eru óhjákvæmilega staðreyndir lífsins. Viljinn er í eðli sínu blindur, eigingjarn og grimmur og veruleikinn einkennist af angist og tilvistarlegri tómhyggju. Eigin girnin er fólgin í óteljandi sjálfhverfum löngunum mannsins og stafar af viljanum, sem leit- ast við að stuðla að eigin hagsmunum í hverri birtingarmynd sinni. Lýsandi bölhyggja grundvall- ast klárlega á eigingjörnu eðli mannsins, sem ýtir undir svartsýni Schopenhauers, en svartsýni er nafn á bölhyggju í þeim skilningi að hún er afstaða til lífsins. 11 Schopenhauer 2008: 363.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.