Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 26

Hugur - 01.01.2012, Blaðsíða 26
26 Steinunn Hreinsdóttir Fyrstu rök Schopenhauers eru rök byggð á skorti á fullnægju – en skorturinn er veigamikil rök fyrir bölhyggju hans. Skorturinn gerir vart við sig í löngunum og viljaathöfnum mannsins og er undirrót þjáningar. Þá finnur maðurinn tilfinn- ingalega fyrir sársaukanum; hamingjan er aftur á móti ástand þar sem við finnum ekki fyrir sársauka. „Við finnum sársauka, en ekki sársaukaleysi; umhyggju, en ekki umhyggjuleysi, ótta, en ekki skjól og öryggi. Við finnum löngunina er við finnum fyrir hungri og þorsta; en um leið og löngunin hefur verið uppfyllt, sem gerist á því augnabliki þegar við innbyrðum munnfylli af fæðu og kyngjum, þá finnum við ekki lengur neitt […].“12 Við finnum fyrir skortinum en hins vegar ekki tilfinningu fyrir hamingju. Vellíðan eða ánægja er aðeins andstæða skortsins og hefur því neikvætt gildi. Allar langanir okkar eru sársaukafullar vegna skortsins og í hvert skipti sem við upplifum skortinn er þjáningin óumflýjanleg. Við náum aldrei að fanga hamingjuna (endanlega) þar sem nýjar langanir leysa ánægjuna samstundis af hólmi. Ánægjan getur því aldrei verið annað en lausn undan þján- ingu.13 Schopenhauer líkir viljaþörfinni við óslökkvandi þorsta, sem aldrei er unnt að svala í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir að viljinn nær ekki að mettast og verður aldrei ánægður; vansældin er því óumflýjanleg. Hamingjan er aðeins tálsýn sem upphaf á löngunum okkar og streði; hún daðrar sífellt við viljann og er í eðli sínu af neikvæðum toga, þar sem hún varir aldrei í formi fullnægðrar ánægju. Önnur rök Schopenhauers fyrir bölhyggju byggja á sálfræðilegum athugunum hans og eru rökin fyrir leiða sem maðurinn hneigist til. „[…] uppfylling langana kallar fljótt fram ofseðjun. Markmiðið var einungis blekking: uppfyllingin fjar- lægir hvötina; löngunin hlýtur að vakna í nýju formi. Ef það gerist ekki hlýst af því einmanaleiki, tómleiki, leiði […].“14 Þegar maðurinn fær of auðveldlega og fyrirhafnalítið allar óskir sínar uppfylltar uppgötvar hann tálsýn hamingjunnar, en við það dregur verulega úr lönguninni; viljinn verður óvirkur; maðurinn fyllist tómleika og leiða – og tilveran verður óbærileg byrði. Leiðinn, sem skapast vegna skorts á að vilja, stangast í raun á við frumspekilega viljaþörfina, sem í sjálfu sér er ekki hægt að metta. Til að skilja betur rök Schopenhauers varðandi leiðann er brýnt að greina á milli viljans í sjálfum sér og einstakra markmiðstengdra langana í skynheiminum. Við búum til persónuleg markmið okkar; viljinn í sjálfum sér er hins vegar stefnulaus og án ástæðu, sem verufræðilegt form einstakra viljaathafna í reynsluheiminum. Viljinn gegnir því tvíþættu hlutverki: Okkur langar í eitthvað tiltekið í hinum skynjanlega heimi og á sama tíma hlýðum við ósjálfrátt viljanum. Löngunin full- nægir bæði persónulegri þörf og verufræðilegri þörf, sem er óendanleg í sjálfu sér. Aðeins dauðinn getur stöðvað viljann vegna þess að það er ekkert endanlegt viðfang vilja okkar. Tvenn meginrök Schopenhauers fyrir bölhyggjunni, rökin fyrir skorti á full- nægju og rökin fyrir leiða, hvíla á frumspekilegum óseðjandi vilja þar sem skort- urinn gerir stöðugt vart við sig. Á meðan viljinn er að verki, er viljaupplifun okkar 12 Schopenhauer 1958: 575. 13 Schopenhauer 2008: 374. 14 Sama rit: 368.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.