Hugur - 01.01.2012, Page 65

Hugur - 01.01.2012, Page 65
 Andleg velferð mannkyns 65 líf nemenda sinna […]“.123 Athyglisvert er að Patai og Koertge greina ekki bara ástandið og ástæður þess á svipaðan hátt og Mill heldur leggja til sömu lausnir. „Það sem ungar konur í leit að eiginlegri menntun þurfa helst“, skrifa þær, „er að komast í snertingu við andstæðar skoðanir“.124 Líkt og Mill benda þær á að það séu konurnar sjálfar í kvennafræðunum sem bera skaðann þegar hugsunarfrelsi og málfrelsi er skert. Femínískir kennarar ættu að hugleiða að taka upp sem einkunnarorð sín: „Að minnsta kosti, skaðið ekki konur“, því það eru ungar konur sem munu bera mestan skaða hafni femínistar vísindum og gagnrýninni hugsun.125 Lokuð orðræða og eyðing einstaklingseðlisins Hér að framan hef ég skoðað tvö dæmi úr samtímanum undir sjónarhorni and- legrar velferðar mannkyns. En ég hef ekki enn nefnt eina höfuðástæðu mína fyrir því að gera þessi tvö dæmi að umræðuefni í ritskýringarritgerð um Frelsið. Hún er sú að bæði dæmin sýna með afar glöggum hætti tengsl tungumáls eða tiltek- innar orðræðu annars vegar og einstaklingseðlisins, eða öllu heldur eyðingar þess, hins vegar. Í báðum tilvikum ríkir orðræðuhefð sem ýmist neitar að viðurkenna einstaklingseðlið eða grefur markvisst undan því. Samþykkir þú að taka þátt í slíkri orðræðu muntu grafa undan eigin einstaklingseðli og annarra. Skoðum fyrst hreyfinguna um bældar minningar. Eitt sem vekur athygli þegar maður les sögur kvennanna sem unnu ásamt ráðgjöfum sínum að því að grafa upp bældar minn- ingar er hin sterka þörf þeirra fyrir að finna eitthvað eitt, einhverja eina minningu (eða röð skyldra minninga), sem skýrt geti allt líf þeirra, öll feilsporin, alla brest- ina, alla ósigrana, öll ónotin, allan sársaukann, allar stærstu ákvarðanir lífsins (svo sem makaval og starfsval), alla fíknina og öll vonbrigðin. Eftir að hafa varið mörg- um árum í að rifja upp bældar minningar um misnotkun í æsku segjast margar konur t.d. skyndilega skilja líf sitt í heild sinni. Þær skilji hvers vegna þær hafi verið haldnar fullkomnunaráráttu, hvers vegna þær hafi staðið sig afburða vel eða illa í námi, hvers vegna þær hafi átt erfitt með að mynda sambönd við elskhuga sína (karla jafnt sem konur), verið ótrúar eiginmönnum sínum, leitast sérstaklega við að sofa hjá giftum mönnum, hvers vegna þær hafi drukkið óhóflega eða borð- að linnulaust og þannig mætti lengi telja. Sú skýring sem Bass og Davis grípa iðulega til um konur sem skaða sjálfar sig – drekka ótæpilega, neyta fíkniefna eða borða mat stjórnlaust – er að þær séu að deyfa sársaukann.126 Um þjófnað hafa þær t.d. þetta að segja: Þjófnaður er athöfn sem felur í sér algert sjálfgleymi [totally absorbing 123 Patai og Koertge 2003: 278. 124 Sama rit: 117. 125 Sama rit: 157. 126 Bass og Davis 2002: 49–50. Bass og Davis mæla gegn slíkri hegðun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.