Hugur - 01.01.2012, Side 165

Hugur - 01.01.2012, Side 165
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 165 auki vel við konur, þá var gott á milli okkar. Hún minnti mig á allt það sem ég hafði lært hjá hjúkrunarkonunni. Við hlógum oft saman og í stað þess að fara að vinna fórum við stundum í bíó. Ég var ánægð með að hún byggi hjá okkur. Við sjáum að vinkonan gegnir nokkurn veginn sama hlutverk og trúnaðarvinkon- an hjá heiðvirðu konunni sem hrærist meðal kvenna. Með henni er ánægju deilt, með henni eru samskiptin frjáls, skilyrðislaus og því líkast til af fúsum og frjálsum vilja. Þegar vændiskonan er búin að fá nóg af karlmönnum, komin með viðbjóð á þeim eða af löngun til tilbreytingar, leitar hún oft að hvíld og ánægju í faðmi annarrar konu. Í öllu falli er sá gagnkvæmi skilningur, sem ég hef talað um og sameinar konur milliliðalaust, ríkulegri í þessum tilfellum en nokkrum öðrum. Af þeirri staðreynd að tengsl þeirra við helming mannkynsins eru af viðskipta- legum toga, og að samfélagið allt lítur á þær sem úrhrök, leiðir að vændiskonur hafa sterka samkennd sín á milli. Fyrir kemur að þær keppi hver við aðra, verði afbrýðisamar hver út í aðra, svívirði hver aðra eða sláist, en þær þurfa nauðsynlega hver á annarri að halda til að mynda „mótheim“ þar sem þær finna aftur mennska sjálfsvirðingu. Vinkonan er trúnaðarvinur og hinn útvaldi álitsgjafi: Það er hún sem kann að meta kjólinn, hárgreiðsluna, sem ætlað er að táldraga karlmenn, en birtist einnig sem markmið í sjálfu sér í augnaráði öfundsjúkra eða aðdáunarfullra kvenna. Hvað varðar hins vegar tengsl vændiskonunnar við viðskiptavini, þá eru skoð- anir afar skiptar og sjálfsagt eru tilfellin margvísleg. Oft hefur verið bent á að hún geymir kossinn á munninn fyrir ástmann sinn þar sem um óhefta tjáningu á ástúð er að ræða og að hún líkir ekki saman ástúðlegu faðmlagi og starfstengdu faðm- lagi. Vitnisburður karlmanna er grunsamlegur, því hégómleiki þeirra ýtir undir að þeir láti blekkjast af uppgerðarfullnægingum. Það verður að segjast að aðstæður eru allt aðrar þegar um er að ræða skyndidrátt, „næturdrátt“, reglubundin tengsl við kunnugan viðskiptavin eða „færibandavinnu“ þar sem afleiðingarnar eru oft mikil líkamleg þreyta. Marie-Thérèse sinnti starfi sínu venjulega af áhugaleysi, en hún minnist ákveðinna nótta með unaði. Hún átti nokkra „ástvini“ og segir að allar vinkonur sínar hafi líka átt einhverja slíka. Það kemur fyrir að konan neiti að taka við greiðslu frá viðskiptavini sem henni hefur líkað við og stundum býðst hún til þess að hjálpa honum ef hann lendir í vandræðum. En almennt talað sinnir konan engu að síður starfi sínu án tilfinninga. Sumar sýna öllum viðskiptavinum sínum aðeins tómlæti litað einhverri fyrirlitningu. „Ó, hvað karl- menn eru miklir kjánar! Hvað konur geta fyllt hausinn af þeim af því sem þær vilja!“ skrifar Marie-Thérèse. En margar finna fyrir klígjugjarnri óvild gagnvart karlmönnum, þeim finnst meðal annars lestir þeirra ógeðfelldir. Ýmist vegna þess að þeir fara í vændishús til þess að svala afbrigðilegum þörfum sínum sem þeir þora ekki að nefna við konur sínar eða hjákonur, eða vegna þess að það að vera í vændishúsi ýtir undir afbrigðilegheit, krefst fjöldi manna þess af konunni að hún uppfylli „kynóra“ þeirra. Marie-Thérèse kvartaði sérstaklega undan því að Frakk- ar hefðu óseðjandi ímyndunarafl. Sjúklingar í meðferð hjá dr. Bizard hafa trúað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.