Hugur - 01.01.2012, Síða 185

Hugur - 01.01.2012, Síða 185
 Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 185 föng af meiði ætlandinnar. Þessi viðföng eru til staðar fyrir mér á ólíkan hátt sem varðar það hvernig upplifunin er gefin (sem bragð, upprifjun, íhugun o.s.frv.). Þessi fyrir-mér-leiki eða minnleiki [mineness] sem virðist óhjákvæmileg forsenda þess að viðföng ætlandinnar séu til staðar í upplifun, og er jafnframt sá þáttur sem gerir það að verkum að telja má upplifanir huglægar, er augljóslega ekki eigin- leiki á borð við grænn, sætur eða harður. Hann vísar ekki til sérstaks innihalds upplifunar eða til þess hvað felst í henni, öllu heldur vísar hann til hinnar sér- stæðu gefni upplifunarinnar eða þess hvernig hún er. Hann vísar til þess hvernig upplifunin er nærverandi í fyrstu persónu. Hann vísar til þeirrar staðreyndar að upplifanirnar sem ég verð fyrir gefast mér á annan hátt (en að vísu ekki endilega á betri eða fyllri hátt) en öllum öðrum. Þar af leiðandi mætti halda því fram að hver sá sem afneitar fyrir-mér-leika eða minnleika upplifunarinnar átti sig hreinlega ekki á tilteknum eðlislægum upprunaþætti hennar. Í þessu felst sú fullyrðing að náin tengsl séu milli sjálfsku, sjálfsupplifunar og sjónarhorni fyrstu persónunnar. Mikilvægur eiginleiki þessarar hugmyndar um sjálfið er því í því fólginn að litið er á sjálfið sem lykilatriði reynsluheims okkar en ekki sem eitthvað sem stendur handan við eða andspænis streymi upplifananna.35 Andstætt þessu lágmarksviðhorfi, sem líta má á sem tilraun til að draga fram lágmarksskilyrði þess að sjálf sé til staðar, halda þeir sem aðhyllast hugmyndina um frásagnarsjálf eða útvíkkað sjálf því iðulega fram að greina þurfi á milli þess að vera sjálf og þess að hafa einbera meðvitund til að bera eða vera skyni gæddur. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til að geta talist sjálf eru strangari en gilda um hið síðarnefnda. Nánar tiltekið er það að vera sjálf samkvæmt þessu viðhorfi afrek en ekki eitthvað sem er gefið fyrirfram. Við könnumst líklega öll við þá hugmynd að sjálfsþekking sé ekki eitthvað sem manni er gefið í eitt skipti fyrir öll, heldur er hún eitthvað sem þarf að afla sér og það getur gengið misvel. Það sama má að vísu segja um það sem í því felst að vera sjálf. Sjálfið er ekki hlutur, það er ekki eitthvað fast og óbreytanlegt heldur er það eitthvað sem þróast. Það er eitthvað sem verður til í ætlunarverkum manns og verður því ekki skilið óháð sjálfsskiln- ingi manns sjálfs. Þegar staðið er frammi fyrir spurningunni „hver er ég?“ er ekki mjög upplýsandi að líta einfaldlega á sjálfan sig sem sjálf eða „ég“. Öllu heldur felst svarið við spurningunni „hver er ég?“ í því að segja ævisögu.36 Ég öðlast inn- sýn í þann sem ég er með því að staðsetja persónueinkenni mín, þau gildi sem ég hef í hávegum, þau markmið sem ég leitast við að ná o.s.frv. innan ævisögu sem rekur uppruna og þróun þessara þátta; ævisögu sem segir mér hvaðan ég kem og hvert ég stefni. En jafnframt er því haldið fram að frásögn af þessu tagi nái ekki aðeins utan um ólík horf tiltekins sjálfs sem þegar er til, vegna þess að ekkert slíkt fyrirframgefið sjálf er til, þ.e. sjálf sem bíður þess eins að vera fært í orð. Að trúa á þennan hátt á eitthvað sem er gefið á undan tungumálinu jafngildir því að láta sögur bókstaflega leiða sig afvega. Öllu heldur er málum þannig háttað að frásagnir henta sérlega vel til að afla þekkingar á sjálfinu einmitt vegna þess að sjálfið samanstendur af frásögnum. Því veltur það hver við erum á þeirri sögu 35 Zahavi 1999: 2005. 36 Ricoeur 1985: 442.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.