Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 48

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 48
46 Árbók Háskóla íslands fækka þeim, heldur leiðbeina þeim um undir- búning og tryggja þeim viðunandi gæði kennslu. Eg nefndi áðan, að til þess að geta veitt frambærilega menntun þyrfti Háskólinn að ráða yfir hæfum kennurum, viðunandi að- stöðu til kennslu og rannsókna og beita virkri gæðastjómun í allri starfsemi. Gæðastjómun á sér uppmna í framleiðsluiðnaði, en þau vinnubrögð, sem hún temur mönnum, geta ekki síður átt erindi í skólastarfi. Þar er stöð- ug þörf innra eftirlits og vökullar endurskoð- unar á námsefni og kennsluháttum. Mark- miðið er að gera skólana að betri vinnustað fyrir nemendur og kennara og bæta árangur af starfi þeirra. Þótt þessi mál séu enn á byrj- unarstigi, hefur ýmislegt þegar verið gert. Nemendum er veitt aðhald með prófum, en þeim eru einnig gefin tækifæri til að dæma gæði námskeiða og frammistöðu kennara með reglubundnum námskeiðakönnunum. Kennarar eru hvattir til að auka fæmi sína með rannsóknum og geta fengið til þess styrki úr Rannsóknarsjóði, launaauka fyrir ritstörf úr Vinnumatssjóði og hækkun í stöðu samkvæmt mati á framlagi þeirra í starfi. Háskólinn hefur einnig fengið sett í lög ákvæði um úttektir á starfsemi háskóladeilda, kennslu þeirra og rannsóknum. Slfk úttekt byrjar með sjálfsmati, þar sem kennarar og sérfræðingar ræða tilgang og markmið og glöggva sig á stöðu mála, því sem vel er gert og öðm sem betur mætti fara. Næsta skref er að leita álits utan skólans og þá jafnvel til er- lendra aðila, því á flestum sviðum er ekki um aðra háskóla að ræða til samanburðar hér á landi. Þannig mun bandarískur sérfræðihópur grandskoða starfsemi verkfræðideildar á komandi vori og bera hana saman við viður- kennda verkfræðiháskóla í Bandaríkjunum. Háskólinn telur sér mjög hollt að fá slíkt ytra mat og telur það í engu skerða sjálfstæði skólans. Þvert á móti eykur það sjálfstraust að fá hagstæðan dóm óvilhallra sérfróðra manna og hvetur til dáða, á þeim sviðum, sem þeir telja, að við mættum sinna betur. Markmiðið er að gera slíkar úttektir reglu- bundið á öllum deildum og nýta niðurstöður þeirra til stöðugs endurbótastarfs. Til um- ræðu hefur einnig komið að fá reynda er- lenda háskólastjómendur til að kynna sér starfsemi Háskólans í heild sinni og leggja okkur ráð um framtíð hans og þróun. Nú er að störfum Þróunamefnd, sem menntamálaráðherra skipaði undir forsæti Birgis Isleifs Gunnarssonar, seðlabanka- stjóra. I henni starfa fulltrúar Háskólans, al- þingismenn, fulltrúar ráðuneyta og atvinnu- lífs. Hlutverk hennar er að marka Háskólan- um stefnu og leggja á ráð um þróun hans á komandi árum. Að sumu leyti má segja, að starf hennar verði það sjálfsmat, sem er nauðsynlegur undanfari ytri úttektar. Enn má vitna til úttekta, sem fram hafa farið á vegum Efnahags- og framfarastofnun- arinnar OECD að beiðni menntamálaráð- herra. Nýleg skýrsla um stöðu okkar í rann- sóknum, tækni og nýsköpun hefur verið mik- ið til umræðu á undanfömum mánuðum. Uttektir líkar þeim, sem hér hafa verið taldar, eru gagnlegar til að fá raunsætt mat á stöðu mála. Þær verða þó til lítils, ef þeim er ekki fylgt eftir með endurbótum. Stundum má ná þeim fram með hagræðingu, en oftar mun þó framkvæmdin velta á því, að viðbót- arfé fáist til þeirra nýmæla, sem að er stefnt. Gott samstarf þarf einnig að vera við stjóm- völd, sem verða að marka sér stefnu til lengri tíma en fjárlaga hvers árs. Eg hef að þessu sinni helgað mál mitt inntöku nemenda og gæðum skólastarfsins. Háskólinn á sér margar draumsýnir, sem ég mun ekki rekja að sinni. Þó er skylt að nefna, að Háskólinn hefur fullan hug á að láta þekk- ingu sína og getu nýtast sem best í þeirri nýsköpun og styrkingu atvinnuvega, sem verður okkur lífsnauðsyn á komandi árum. Eitt mikilvægasta framlag Háskólans á því sviði yrði uppbygging rannsóknartengds framhaldsnáms hér á landi. Verulegur hluti af vísindaframlagi kennara við erlenda háskóla tengist handleiðslu stúdenta í rannsóknar- tengdu framhaldsnámi. Háskóli Islands hefur til þessa haft litla burði til að annast rann- sóknarþjálfun stúdenta. Flestir þeirra Itafa því þurft að leita til annarra landa til að afla sér nauðsynlegrar þjálfunar til vísindastarfa. Kostur við þetta er, að vísindamenn okkar og þar með Háskólinn, búa yfír fjölbreyttri al- þjóðlegri reynslu og hafa hlotið þjálfun við margar fremstu vísindastofnanir heims. Á hinn bóginn verður ekki séð, hvemig Háskóli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.