Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 48
46
Árbók Háskóla íslands
fækka þeim, heldur leiðbeina þeim um undir-
búning og tryggja þeim viðunandi gæði
kennslu.
Eg nefndi áðan, að til þess að geta veitt
frambærilega menntun þyrfti Háskólinn að
ráða yfir hæfum kennurum, viðunandi að-
stöðu til kennslu og rannsókna og beita virkri
gæðastjómun í allri starfsemi. Gæðastjómun
á sér uppmna í framleiðsluiðnaði, en þau
vinnubrögð, sem hún temur mönnum, geta
ekki síður átt erindi í skólastarfi. Þar er stöð-
ug þörf innra eftirlits og vökullar endurskoð-
unar á námsefni og kennsluháttum. Mark-
miðið er að gera skólana að betri vinnustað
fyrir nemendur og kennara og bæta árangur
af starfi þeirra. Þótt þessi mál séu enn á byrj-
unarstigi, hefur ýmislegt þegar verið gert.
Nemendum er veitt aðhald með prófum, en
þeim eru einnig gefin tækifæri til að dæma
gæði námskeiða og frammistöðu kennara
með reglubundnum námskeiðakönnunum.
Kennarar eru hvattir til að auka fæmi sína
með rannsóknum og geta fengið til þess
styrki úr Rannsóknarsjóði, launaauka fyrir
ritstörf úr Vinnumatssjóði og hækkun í stöðu
samkvæmt mati á framlagi þeirra í starfi.
Háskólinn hefur einnig fengið sett í lög
ákvæði um úttektir á starfsemi háskóladeilda,
kennslu þeirra og rannsóknum. Slfk úttekt
byrjar með sjálfsmati, þar sem kennarar og
sérfræðingar ræða tilgang og markmið og
glöggva sig á stöðu mála, því sem vel er gert
og öðm sem betur mætti fara. Næsta skref er
að leita álits utan skólans og þá jafnvel til er-
lendra aðila, því á flestum sviðum er ekki um
aðra háskóla að ræða til samanburðar hér á
landi. Þannig mun bandarískur sérfræðihópur
grandskoða starfsemi verkfræðideildar á
komandi vori og bera hana saman við viður-
kennda verkfræðiháskóla í Bandaríkjunum.
Háskólinn telur sér mjög hollt að fá slíkt
ytra mat og telur það í engu skerða sjálfstæði
skólans. Þvert á móti eykur það sjálfstraust
að fá hagstæðan dóm óvilhallra sérfróðra
manna og hvetur til dáða, á þeim sviðum,
sem þeir telja, að við mættum sinna betur.
Markmiðið er að gera slíkar úttektir reglu-
bundið á öllum deildum og nýta niðurstöður
þeirra til stöðugs endurbótastarfs. Til um-
ræðu hefur einnig komið að fá reynda er-
lenda háskólastjómendur til að kynna sér
starfsemi Háskólans í heild sinni og leggja
okkur ráð um framtíð hans og þróun.
Nú er að störfum Þróunamefnd, sem
menntamálaráðherra skipaði undir forsæti
Birgis Isleifs Gunnarssonar, seðlabanka-
stjóra. I henni starfa fulltrúar Háskólans, al-
þingismenn, fulltrúar ráðuneyta og atvinnu-
lífs. Hlutverk hennar er að marka Háskólan-
um stefnu og leggja á ráð um þróun hans á
komandi árum. Að sumu leyti má segja, að
starf hennar verði það sjálfsmat, sem er
nauðsynlegur undanfari ytri úttektar.
Enn má vitna til úttekta, sem fram hafa
farið á vegum Efnahags- og framfarastofnun-
arinnar OECD að beiðni menntamálaráð-
herra. Nýleg skýrsla um stöðu okkar í rann-
sóknum, tækni og nýsköpun hefur verið mik-
ið til umræðu á undanfömum mánuðum.
Uttektir líkar þeim, sem hér hafa verið
taldar, eru gagnlegar til að fá raunsætt mat á
stöðu mála. Þær verða þó til lítils, ef þeim er
ekki fylgt eftir með endurbótum. Stundum
má ná þeim fram með hagræðingu, en oftar
mun þó framkvæmdin velta á því, að viðbót-
arfé fáist til þeirra nýmæla, sem að er stefnt.
Gott samstarf þarf einnig að vera við stjóm-
völd, sem verða að marka sér stefnu til lengri
tíma en fjárlaga hvers árs.
Eg hef að þessu sinni helgað mál mitt
inntöku nemenda og gæðum skólastarfsins.
Háskólinn á sér margar draumsýnir, sem ég
mun ekki rekja að sinni. Þó er skylt að nefna,
að Háskólinn hefur fullan hug á að láta þekk-
ingu sína og getu nýtast sem best í þeirri
nýsköpun og styrkingu atvinnuvega, sem
verður okkur lífsnauðsyn á komandi árum.
Eitt mikilvægasta framlag Háskólans á því
sviði yrði uppbygging rannsóknartengds
framhaldsnáms hér á landi. Verulegur hluti af
vísindaframlagi kennara við erlenda háskóla
tengist handleiðslu stúdenta í rannsóknar-
tengdu framhaldsnámi. Háskóli Islands hefur
til þessa haft litla burði til að annast rann-
sóknarþjálfun stúdenta. Flestir þeirra Itafa
því þurft að leita til annarra landa til að afla
sér nauðsynlegrar þjálfunar til vísindastarfa.
Kostur við þetta er, að vísindamenn okkar og
þar með Háskólinn, búa yfír fjölbreyttri al-
þjóðlegri reynslu og hafa hlotið þjálfun við
margar fremstu vísindastofnanir heims. Á
hinn bóginn verður ekki séð, hvemig Háskóli