Hugur - 01.01.2012, Page 6

Hugur - 01.01.2012, Page 6
6 ferðalag. Stundum er hins vegar áfangastaðurinn þess eðlis að hann skiptir mestu. Hver sá sem hefur farið á framandi staði til að skoða dýralíf og villta náttúru getur vitnað um að þrátt fyrir að leiðin hafi verið ánægjuleg er það reynslan af því sem maður kom til að sjá sem situr lengst í manni. Að leggja stund á heimspeki felst því einnig í að skoða sig um, ef svo má að orði komast, á áfangastað. Það getur verið mikilvægt að skoða sig vel um í þeim mikla sarpi sem saga heimspekinnar er og kunna skil á helstu tímabilum og stefnum. Ef maður ætti að líkja rannsókn á heimspeki nýaldar við ferðalag held ég að safaríferð um gresjur Afríku kæmi fyrst upp í hugann. Á sautjándu og átjándu öld er sjóndeildarhringurinn víður og skýr og himinninn heiður. Og maður leggur af stað til að koma auga á „þá stóru“. Líkt og safaríferðamaðurinn leggur af stað með lista yfir fimm helstu dýrategundirnar sem hann vill koma auga á snúast rann- sóknir á heimspeki nýaldar allar um þá „fimm stóru“: Descartes, Spinoza, Locke, Hume og Kant. Þegar aðra heimspekinga ber á góma er það yfirleitt með hliðsjón af „vistkerfi“ þessara risa. Þau sem hafa virt fyrir sér dýra- og plöntulíf í regnskógum þekkja hvernig katt- ar- og dádýr eru minni heldur en á gresjunni og hversu hlutfallslega stór mörg hin smærri dýr eru. Stundum veit maður ekki hvort það var hjörtur eða naggrís sem skaust inn í laufþykknið. Sjóndeildarhringurinn er enginn og stundum er erfitt að greina hvað snýr upp og niður. Það er einmitt stundum eins og að ferðast um regnskóg að kanna heimspeki nítjándu aldar. Stærðir verða afstæðar, sjónarhornin skipta mestu máli þar sem iðulega er eitthvað sem byrgir sýn og greinarmunurinn á rótum og ávöxtum hugmynda liggur ekki í augum uppi. Og fyrst og fremst er það hin organíska ofgnótt sem slær ferðalanginn út af laginu. Ég hef því pers- ónulega látið nítjándu öldina vera að mestu leyti þegar kemur að heimspekirann- sóknum. En ég stóðst ekki mátið þegar kom að því að velja þema fyrir Hug 2012. Það var spennandi að sjá hvað myndi birtast í tölvupóstinum mínum eftir að ég hafði óskað eftir efni í heftið. Og greinarnar sem bárust endurspegla þá óreiðu sem heimspekileg hugsun á nítjándu öldinni er. Sérstakt ánægjuefni er að birta þýðingu á texta eftir franska heimspekinginn Jean-Marie Guyau. Undir lok nítjándu aldar benti margt til þess að Guyau yrði sá heimspekingur sem síðari tímar myndu helst kenna við tímabilið. Áhrif hans voru sérlega mikil og skrifaði meðal annars Ágúst H. Bjarnason doktorsritgerð sína um heimspeki Guyau. Ég held að hér birtist í fyrsta skipti texti eftir hann á íslensku og verður spennandi að sjá hver viðbrögð lesenda Hugar verða. Margt bendir til að sú gleymska sem Guyau féll í eftir að tuttugusta öldin gekk í garð sé jafn óverðskulduð og samtímaspár um mikilvægi hans fyrir sögu og þróun heim- spekinnar. Þýski heimspekingurinn Hermann Lotze var annar slíkur heimspek- ingur sem aldrei náði að halda sig á þeim stalli í heimspekisögunni sem margir samtímamenn hans gerðu ráð fyrir að honum bæri. Grein Erlendar Jónssonar um Lotze hér í heftinu er áhugaverð og löngu tímabær kynning á þessum sérstæða heimspekingi. Herbert Spencer er líklega sá hugsuður nítjándu aldar sem flestir hafa yndi af að hunsa. Grein Jakobs Guðmundar Rúnarssonar er frískandi tilraun til að Inngangur ritstjóra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.