Hugur - 01.01.2012, Page 11

Hugur - 01.01.2012, Page 11
 Heimspekin er tilraun til að segja það sem er erfitt að segja 11 tungumálið, þau skildu uppbyggingu íslenskunnar. Og höfðu þar af leiðandi djúpan skilning á eðli tungumáls. Og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að slíkur grunnur sé nauðsynlegur til þess að fást við heimspeki. Hún er tilraun til að segja það sem er erfitt að segja. En hvað um það. Prófið tóku þeir á íslensku en Þorsteinn þýddi úrlausnirnar. Þegar kom að lokum dvalarinnar var ég svo spurður hvort ég kæmi ekki aftur eftir jól. Sem við gerðum og bjuggum í íbúð við Grensásveg það misserið. Ég hafði sótt um stöðu í Bandaríkjunum ásamt tvöhundruð öðrum þarna um veturinn. Og þegar ég fékk hana var ekki um annað að ræða heldur en halda aftur til baka um haustið. Hún var bara til eins árs og þegar árið 1975 rann upp fór Þorsteinn að grennslast fyrir um fyrirætlanir mínar. Það voru góðir möguleikar á því að staðan úti yrði framlengd og ég yrði fastráðinn þannig að valið var fjarska erfitt. Stað- reyndin var hins vegar sú að ég og Barbara hugsuðum stöðugt um Ísland. Og svo fór að ég sagði fólkinu úti frá því að ég myndi ekki sækjast eftir framlengingu á stöðu minni þar því ég hygðist flytjast aftur til Íslands. Þetta var einhvers konar köllun. Köllun? Já, það var spennandi verkefni að skipuleggja nám í heimspeki nokkurn veginn frá grunni. Ég hafði mínar hugmyndir sem ég vissi að ég gæti aldrei framkvæmt í bandarískum háskóla þar sem allt væri þegar komið í fastar skorður. Í grófum dráttum er það nám sem við skipulögðum á þessum árum það skipulag sem enn er við lýði. Ég vildi til dæmis alltaf leggja áherslu á að nemendur hefðu þekkingu á sögulegum bakgrunni fræðanna. Hugmyndin var að hafa inngang að heimspeki, fornaldar- og nýaldarheimspeki og svo inngangsnámskeið í mismunandi greinum heimspekinnar. Sérefni væri svo tekið fyrir í málstofum. Svo gat ég einnig kennt það sem mig langaði mest til að kenna: siðfræði og rökfræði. Margt annað bættist við. Forspjallsvísindi í lagadeild var spennandi áskorun og svo hef ég alltaf fengist við að kenna vísindaheimspeki. En þetta var ekki auðvelt. Í tólf ár var ég ráðinn sem lektor til eins árs í senn. Það var aldrei góð staða til að vera í. Nú er það svo að ég og fleiri af minni kynslóð – og væntanlega af yngri kynslóðum heimspekinema – þekkjum þig ekki síður af öðru frumkvöðlastarfi við Háskóla Íslands. Þar á ég við hvernig þú hefur verið í fararbroddi við að auka alþjóðasamstarf og hafa heimspekinemar ekki síst notið góðs af því. Sumir hafa jafnvel fleygt því fram að heim- spekiskor, eins og hún hét, hafi verið hálfgerð ferðaskrifstofa. Ég hef alltaf verið sannfærður um að eins vel og ég kann við Ísland þá hafi Íslend- ingar sæmilega gott af því að skoða heiminn. Ég hef í raun og veru reynt að vinna að þessu á tveimur sviðum. Annars vegar hef ég eins og ég hef mögulega getað reynt að aðstoða nemendur við að komast í framhaldsnám við góða skóla. Og það geri ég vegna þess að ég veit að þetta eru góðir nemendur. Nemendur í heimspeki við Háskóla Íslands hafa hlotið góða menntun. Hins vegar tók ég snemma eftir því hvaða tækifæri fólust í margvíslegum samstarfsáætlunum eins og Erasmus og Nordplus og sá fyrir mér að heimspekinám og kennsla við Háskóla Íslands gæti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.