Hugur - 01.01.2012, Page 36

Hugur - 01.01.2012, Page 36
Hugur | 24. ár, 2012 | s. 36–73 Róbert H. Haraldsson Andleg velferð mannkyns Málfrelsisrök Johns Stuarts Mill og formyrkvun hugans Höfuðrök sín fyrir nær algeru hugsunarfrelsi og málfrelsi setti John Stuart Mill fram í öðrum og viðamesta kafla Frelsisins en þau rök hafa verið stjórnspekingum uppspretta þrotlausra hugleiðinga til þessa dags. Við fyrstu sýn mætti jafnvel ætla að hverjum steini hafi verið velt við í því efni og öll helstu sjónarmið leidd fram í dagsljósið. Tilefni þessarar ritgerðar er á hinn bóginn sú sannfæring mín að rökfærsla Mills hafi þrátt fyrir alla umfjöllunina undanfarna eina og hálfa öld ekki hlotið þá athygli innan fræðanna sem hún verðskuldar og að sá skortur á athygli hverfist ekki um eitthvert aukaatriði heldur beinlínis höfuðatriðið, sjálfa niðurstöðu annars kafla. Í viðleitni sinni til að endursegja, skýra, meta og læra af rökfærslu Mills gæta fræðimenn nánast aldrei að því hvernig Mill sjálfur orðar niðurstöðu sína í kaflanum. Til að skilja hvaða máli þessi yfirsjón skiptir mun ég fyrst lýsa rökfærslu Mills fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi í grófum dráttum og skoða að hvaða hluta hennar túlkendur hafa snúið blinda auganu (fyrsti hluti ritgerðarinnar). Því næst mun ég skoða hvernig heimspekingar hafa skýrt og endurtúlkað rökfærslu Mills (annar hluti), m.a. í ljósi hugmynda hans um ein- staklingsþroska (þriðji hluti). Síðan vendi ég kvæði mínu í kross og tek til athug- unar tvö dæmi um skort á hugsunarfrelsi og málfrelsi úr okkar eigin samtíma í því augnamiði að skoða hvort greining Mills eigi enn erindi við okkur (fjórði og fimmti hluti) en einnig til að sjá hvort þessi nýlegu dæmi velti upp nýjum flötum á rökum hans (sjötti hluti). Meginmarkmið mitt er að sýna hvernig málflutningur Mills blasir við okkur með fyllri hætti, og verður áleitnari í okkar samtíma, ef við tökum hans eigið orðalag alvarlega. Þessi nálgun er í anda Mills því hann heldur því fram í bók sinni um Auguste Comte að sérhver hugsuður geti með réttu gert þá kröfu til þeirra sem endursegja verk hans eða hugsanir að þeir noti til þess hans eigin heiti (e. nomenclature).1 1 Mill 1963–1991: 10: 267 (hér eftir skammstafað CW).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.