Hugur - 01.01.2012, Page 78

Hugur - 01.01.2012, Page 78
78 Jakob Guðmundur Rúnarsson laust gildi í sjálfum sér án minnsta tillits til nytsemi“ (samanber tilvitnun (iii)) hvíli á þeirri „grundvallarreglu“ sem Kant gefur sér um að engin „verkfæri“ finnist í náttúrulegum verum nema þau hæfi verunni sem best og eigi best við tilgang sinn (samanber tilvitnun (iv)). Þessari „grundvallarreglu“, sem byggir m.a. á rétt- mæti tilgangsskýringa á sviði náttúrulegra fyrirbæra, hafnar Spencer algjörlega. Samkvæmt þróunarhyggju hans voru öll náttúruleg fyrirbæri, þ.m.t. maðurinn, í stöðugri þróun, og hvorki er því mögulegt að líta á hæfileika hans né eiginleika sem verkfæri sem hæfa tilteknu markmiði sem „bezt“ eins og Kant orðar það. Því til undirstrikunar bendir Spencer á að mannslíkaminn sé alls ekki fullkom- inn, líffæri þróast og taka breytingum og eru jafnvel ólík milli einstaklinga og kynþátta, sum eru vita gagnslaus og mörg eru manninum til mestu óþurftar og valda honum umtalsverðum óþægindum.12 Spencer virðist telja að Kant geri ráð fyrir að vilji mannsins sé einn þeirra nátt- úrulegu eiginleika hans sem hæfa tilgangi sínum sem best og að sá skilningur byggi fyrst og fremst á þeirri tilgangsmiðuðu náttúrusýn sem felst í þeirri grund- vallarreglu sem Kant gefur sér í tilvitnun (iv). Því telur Spencer að þar sem sýnt hefur verið fram á að þessi grundvallarregla um gerð náttúrulegra vera standist ekki sé útséð um réttmæti kenningar Kants um viljann og siðakenningar hans í heild sinni. Þannig brestur grundvallarforsenda rökfærslunnar sem Kant setur fram til stuðnings fullyrðingu sinni um að til sé góður vilji burtséð frá góðu markmiði; og það eina sem eftir stendur í rústunum er fjarstæðukennd og berstrípuð kredda.13 Að baki gagnrýni Spencers liggur m.a. ólíkur skilningur þeirra Kants á hugmynd- inni um þróun. Báðir gerðu ráð fyrir því að náttúruleg og félagsleg fyrirbæri gætu og hefðu þróast eða tekið breytingum í tímans rás. Kant gerði hins vegar ráð fyrir því að þróunarferlið sjálft hvíldi m.a. á náttúrulegri tilhneigingu allra fyrirbæra til að uppfylla eiginlegan tilgang sinn. Hugmynd hans um þróun var m.ö.o. tilgangs- miðuð (e. teleological) en Spencer hafnaði hinsvegar réttmæti tilgangsskýringa á sviði náttúrulegra fyrirbæra. Það er mikilvægt að hafa í huga að bæði Kant og Spencer nálguðust hugmyndina um þróun frá mun víðara sjónarhorni en er við- tekið í dag. Hið líffræðilega var einungis ein hlið sögulegrar þróunar manns og heims sem einkenndist fyrst og fremst af framförum og þó að Kant og Spencer hafi verið ósammála um þau lögmál sem lágu til grundvallar sjálfu þróunarferlinu má líta á gegnumgangandi framfarahyggju sem sameiginlegt einkenni þróun- arhugmyndar þeirra beggja. (Sjá nánar hér á eftir.) Ef litið er framhjá spurningum um réttmæti tilgangsskýringa og framfara- hyggju og athyglinni beint að formlegri hlið þeirrar gagnrýni sem Spencer setur fram kemur í ljós að hann gerir þau mistök að halda að Kant sé að vísa til vilj- ans sem þess verkfæris sem hæfir manninum og þjónar tilgangi hans sem best. 12 Sama rit: 115–116. 13 Sama rit: 116.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.