Hugur - 01.01.2012, Side 85

Hugur - 01.01.2012, Side 85
 Vilji og skynsemi 85 Allir náttúrulegir eiginleikar hverrar veru munu fyrr eða síðar þróast til full- komins samræmis við tilgang þeirra. Þetta er ljóst af nákvæmri skoðun á líffærafræðilegri gerð allra lífvera. Líffæri sem ekki er ætlað starf eða tilhögun sem þjónar ekki tilgangi er mótsögn innan hinnar tilgangsmið- uðu náttúrukenningar. Ef þessari meginreglu er hafnað stöndum við ekki frammi fyrir lögmálsbundinni náttúru heldur tilgangslausu og tvístruðu ferli þar sem leiðarljós skynseminnar hefur vikið fyrir ömurlegri stjórn tilviljunarinnar.34 Líkt og í Grundvellinum persónugerir Kant náttúruna sem velviljaðan skapara sem sé frekar umhugað um sjálfsvirðingu mannsins en „velfarnað“. Náttúran sjálf hefur veitt manninum bæði skynsemi og „sjálfræði viljans á grundvelli skynsem- innar“ í vöggugjöf og þessar náðargjafir gefa á ótvíræðan hátt til kynna ætlun náttúrunnar með tilliti til mannsins og náttúrulegrar tilgangsorsakar hans; þ.e.a.s. sjálfræði grundvallað á skynsemi.35 Það er takmarkið sem manninum er áskapað að ná og mannkynssagan í heild sinni lýsir sókn mannsins eftir því markmiði, sem verður þó ætíð utan seilingar. Í grundvallaratriðum er afstaða Kant sú sama í „Idee zu einer allgemeinen Geschichte“ og í Grundvellinum: náttúrulegir eiginleikar þjóna fyrirframgefnum tilgangi. Þó er mikilvægur munur í því fólginn að í „Idee zu einer allgemeinen Geschichte“ kemur skýrt fram að náttúrulegir eiginleikar uppfylli „fyrr eða síðar“ tilgang sinn. Þannig virðist ekki loku fyrir það skotið að náttúrulegir eiginleikar mannsins geti tekið breytingum. Þetta er mikilvægur greinarmunur sem undir- strikar þá framfara- og þróunarhyggju sem felst í heimspeki Kants. Framfar- ir eru lagðar að jöfnu við náttúrulega þróun mannkynsins í heild en hættan er sú að með einhverjum hætti verði komið í veg fyrir þá þróun, t.a.m. með þeim hlekkjum sem höfðu verið lagðir á skynsemi mannsins og upplýsingin hafði lagt áherslu á mannkynið yrði að hrista af sér. Þannig að þó að Kant líti á mannkyns- söguna í heild sem lögbundið ferli framfara verður maðurinn engu að síður að axla ábyrgð á eigin örlögum og horfast í augu við það sjálfræði sem honum er áskapað í ljósi skynseminnar. Án frjáls vilja er útséð um framfarir mannkyns í átt að því takmarki sem náttúra mannsins ber skýr merki um að honum sé ætlað að ná. Framfarahyggja er að sama skapi órjúfanlegur þáttur í heimspeki Spencers og grundvallareinkenni kenningar hans um þróun allra náttúrulegra fyrirbæra. Að því leyti má segja að Kant og Spencer séu hluti af sömu hefð sögulegrar framfarahyggju sem hafði verið sterkt einkenni vestrænnar hugmynda- og heim- spekisögu allt frá upphafi nýaldar en gat tekið á sig mjög ólíkar birtingarmyndir eins og verk þeirra eru dæmi um.36 En ólíkt Kant hafnaði Spencer bæði réttmæti náttúrulegra tilgangsskýringa 34 Kant 2010: 41. 35 Sama rit: 43. 36 Sjá Nisbet 1994: 220–223 og 229–236. Þrátt fyrir að verk Nisbets hafi sína vankanta má taka undir túlkun hans á framfarahyggju í verkum Kants og Spencers. Þó að Spencer, ólíkt Kant, hafi lagt höfuðáherslu á að framfarir væru lögbundinn þáttur allrar tilverunnar, lék sjálfræði og einstaklingsbundið frelsi engu að síður miðlægt hlutverk í mannskilningi hans. En frelsishugtak
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.