Hugur - 01.01.2012, Page 86

Hugur - 01.01.2012, Page 86
86 Jakob Guðmundur Rúnarsson og þeirri hugmynd að maðurinn gæti á einhvern hátt sett vilja sínum „form- lega meginreglu“ sem næmi úr gildi „allar efnislegar meginreglur“ svo notast sé við orðalag Kants.37 Maðurinn getur vissulega sett sér siðferðileg boð og bönn eða reynt að haga breytni sinni í samræmi við tilteknar dygðir eða í samræmi við tiltekin markmið, en hann getur aldrei flúið þær efnislegu meginreglur sem setja honum skorður og móta tilvist hans sem náttúrulegrar veru. Í Gagnrýni dómgreindarinnar (1781) er Kant í engum vafa um að nauðsynlegur tilgangur og markmið náttúrunnar frá röklegu sjónarmiði séu fólgin í tilvist skyn- samrar og siðlegrar veru á borð við manninn og öll náttúruleg fyrirbæri þjóna að endingu þeim tilgangi að slík vera líti dagsins ljós.38 Þróunarkenning Spencers gerði hinsvegar ekki ráð fyrir fyrirframgefinni tilgangsorsök náttúrulegra fyr- irbæra eða veraldarinnar í heild. Frá sjónarhóli Kants jafngilti það því að halda því fram að gangur veraldarinnar væri háður tilviljunum en ekki skynsamlegum lögmálum. Með tilliti til viljans má segja að í huga Kants var frjáls vilji forsenda framfara en að mati Spencers varð viljinn að vera lögbundinn til að ganga mætti út frá réttmæti sögulegrar framfarahyggju. Frumspekileg forsenda eða sálfræðileg afleiðing Eins og við höfum þegar séð leit Kant á viljann sem „hagnýta skynsemi“ og nauð- synlegan þátt í fari manneskjunnar sem vitsmunaveru frá röklegu sjónarmiði. Viljinn er í þeim skilningi frumspekileg forsenda þess að maðurinn nái þeim mark- miðum sem eru honum náttúruleg, sem frá siðferðilegu sjónarmiði felast í því að setja sjálfum sér algild lögmál í ljósi skynseminnar. Viljinn í skilningi Spencers er hins vegar sálfræðileg afleiðing náttúrulegrar þróunar mannsins. Í huga Spencers er viljinn sálfræðilegt fyrirbæri sem hefur lífeðlisfræðilegar undirstöður. En samkvæmt Kant kemur hinn fortakslausi góði vilji mannsins, sem samsettrar vitsmunaveru, fram í ljósi þeirrar hugmyndar um frelsi sem er manninum ljós sem íbúa skilningsheimsins. Mannskilningur Kants og Spencers er gerólíkur í þessu tilliti. Kant lítur á manninn sem „samsetta“ veru sem lýtur lögmálum náttúrunnar en nýtur jafnframt frelsi skynseminnar sem veitir honum lausn undan því ósjálfræði sem náttúrulegum verum er áskapað. Frá sjónarhóli Spencers er enginn fótur fyrir því að líta á manninn sem slíka samsetta veru og viljinn er einungis einn af vitsmunalegum og sálfræðilegum eiginleikum manns- ins sem á sér rætur í náttúrulegri þróun hans. Bæði frá frumspekilegum sjónarhóli Kants og náttúrulegu/sálfræðilegu sjónar- horni Spencers gegnir viljinn lykilhlutverki í siðfræðilegu og þekkingarfræðilegu ljósi. Án viljans er manneskjan dæmd til breytni sem er einvörðungu í samræmi við vélræn viðbrögð líffræðilegra lögmála. Viljinn og skynsemin er það sem gerir manninum kleift að hefja sjálfan sig yfir þau vélrænu lögmál sem stýra dýrslegri Spencers byggði ekki á frumspekilegum grunni heldur nálgaðist hann það útfrá félagslegum og pólitískum veruleika mannsins. 37 Kant 2003: 108–109. 38 Kant 2000: 301.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.