Hugur - 01.01.2012, Page 159

Hugur - 01.01.2012, Page 159
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 159 og húsbónda fikrar hún sig yfir í þrældóm sem getur ekki verið eins niðurlægj- andi að hennar mati og lætur sig dreyma um meiri hamingju. Auk þess eru konur í þjónustustörfum mjög oft konur sem hafa slitið öll tengsl við æskuheimili sitt; talið er að um 80% vændiskvenna í París komi frá landsbyggðinni eða úr sveit. Nálægð við fjölskyldu og áhyggjur af eigin orðstír koma í veg fyrir að kona leggi fyrir sig starf sem almennt er litið niður á. En þegar hún hverfur í fjöldann í borginni og er ekki lengur hluti af samfélaginu sem hún áður tilheyrði, þá verður háleit hugmynd um „siðgæði“ ekki lengur hindrun. Á meðan millistéttin varpar óæskilegri bannhelgi yfir kynmök fólks, sér í lagi hvað meydóminn varðar, þá virðast samfélög bænda og verkamanna líta á þessi sömu mál sem eitthvað létt- vægt. Margar rannsóknir renna stoðum undir þetta: mikill fjöldi ungra stúlkna lætur afmeyja sig af þeim fyrsta sem þær hitta og finnst í framhaldinu eðlilegt að gefa sig þeim næsta sem á vegi þeirra verður. Í rannsókn sem hundrað vændiskon- ur tóku þátt í aflaði dr. Bizard eftirfarandi niðurstaðna: ein hafði verið afmeyjuð 11 ára gömul, tvær 12 ára gamlar, tvær 13 ára, sex 14 ára, sjö 15 ára, tuttugu og ein 16 ára, nítján 17 ára, sautján 18 ára, sex 19 ára og hinar eftir að þær voru orðnar 21 árs gamlar. Um 5% þeirra hafði því verið nauðgað fyrir kynþroskaaldurinn. Meira en helmingur þeirra sagðist hafa gefið sig á vald vegna ástar, hinar höfðu veitt sam- þykki sitt vegna fáfræði. Fyrsti flagarinn er oft ungur. Oftast er um að ræða sam- verkamann, samstarfsmann á skrifstofu eða æskuvin. Síðan koma hermennirnir, verkstjórarnir, herbergisþjónarnir og námsmennirnir. Listi dr. Bizards hafði meðal annars að geyma tvo lögfræðinga, einn arkitekt, einn lækni og einn lyfjafræðing. Ólíkt því sem almannarómur vill meina er það tiltölulega sjaldgæft að það sé sjálfur yfirmaðurinn sem sé í hlutverki þessa upphafsmanns, en oft er það sonur hans eða frændi eða einn af vinum hans. Í rannsókn sinni bendir Commenge á að fjörutíu og fimm ungar stúlkur á aldrinum 12 til 17 ára hafi verið afmeyjaðar af óþekktum karlmönnum sem þær hefðu síðan aldrei séð aftur. Þær höfðu þýðst þá af áhugaleysi og höfðu enga ánægju af. Meðal annars hefur dr. Bizard sérstaklega bent á þessi tilvik: Ungfrú G. frá Bordeaux, á leiðinni heim úr klaustri 18 ára gömul, lætur til leiðast af forvitni og án þess að gruna að eitthvað slæmt byggi að baki, að fara inn í hjólhýsi þar sem hún er afmeyjuð af óþekktum torgsala. Barn 13 ára að aldri þýðist án umhugsunar mann sem hún hafði mætt úti á götu, hún þekkir hann ekki og mun aldrei sjá hann aftur. M. segir okkur orðrétt að hún hafi verið afmeyjuð 17 ára að aldri, af ungum manni sem hún þekkti ekki … Hún lét til leiðast af einskærri fáfræði. R. er afmeyjuð 17 og hálfs árs gömul af ungum manni sem hún hafði aldrei séð áður og sem hún hitti af tilviljun hjá lækni í nágrenninu. Hún hafði verið send til að sækja lækninn vegna veikrar systur sinnar, ungi maðurinn bauðst til að keyra hana til baka svo hún yrði fljótari heim en þegar til kom skildi hann hana eftir úti á götu eftir að hafa lokið sér af. B. er afmeyjuð 15 og hálfs árs gömul „án þess að gera sér grein fyrir hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.