Hugur - 01.01.2012, Síða 163

Hugur - 01.01.2012, Síða 163
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 163 Langoftast lítur konan á vændi sem tímabundna leið til að drýgja tekjurnar. En því hefur oft verið lýst áður hvernig þær flækjast í vefinn og festast. Þó að „þræla- sala hvítra kvenna“, þar sem konan er dregin inn í vítahring ofbeldis, svikinna loforða, blekkinga o.s.frv., sé hlutfallslega fátíð, þá er það oftast svo að konunni er haldið í vændinu gegn vilja hennar. Þann höfuðstól sem henni er nauðsynlegur til að byrja í vændinu útvegar melludólgurinn eða pútnamamman henni og tryggir sér þannig ákveðin réttindi. Hún þarf að skila af sér stærstum hluta teknanna til þeirra og illa gengur að losa sig undan ánauðinni. „Marie-Thérèse“ stóð árum saman í harðvítugri baráttu áður en henni tókst það. Ég skildi loksins að Julot vildi bara fá aurana mína og mér datt í hug að ef ég héldi mig frá honum þá gæti ég lagt svolítið til hliðar … Til að byrja með var ég feimin í vændishúsinu, þorði ekki að nálgast viðskiptavinina og segja „kemurðu upp?“. Kona eins af vinum Julots fylgdist vel með mér og taldi jafnvel uppáferðirnar … Svo skrifar Julot að ég eigi að skila öll- um peningunum á hverju kvöldi til hórumömmunnar, „þannig verður þú ekki rænd“. Þegar mig langaði að kaupa mér kjól, sagði hún að Julot hefði bannað sér að gefa mér peninga … Ég ákvað að yfirgefa vændishúsið eins fljótt og hægt væri. Þegar hórumamman frétti að ég vildi fara, lét hún mig ekki fá tappa fyrir vitjunina9 eins og hún hafði gert fyrir hin skiptin og ég var handtekin og lögð inn á spítalann … Ég varð að fara aftur í vændishúsið til að vinna fyrir ferðinni … en var þar ekki nema í fjórar vikur … Ég vann í nokkra daga við Barbès-stræti eins og áður, en ég var Julot enn of reið til að geta verið áfram í París. Við rifumst, hann barði mig, einu sinni munaði minnstu að hann henti mér út um gluggann … Ég kom því í kring með hjálp dólgs að fara út á land. Þegar ég áttaði mig á því að dólgurinn þekkti Julot, þá fór ég ekki þangað sem við höfðum mælt okkur mót. Skækjurnar tvær sem dólgurinn hélt úti mættu mér á Belhomme-götu og lömdu mig í spað … Daginn eftir setti ég niður í tösku og fór alein til T … eyjarinnar. Eftir þrjár vikur var ég búin að fá nóg af staðnum, ég skrifaði lækninum þegar hann kom í vitjunina og bað hann að skrá mig út … Julot sá mig á Magenta-stræti og lamdi mig … Ég var öll blá og marin í andlitinu eftir árásina á Magenta-stræti. Ég var búin að fá nóg af Julot. Svo ég skrifaði undir samning um að fara til Þýskalands … Bókmenntirnar hafa gert „Julot“ að vinsælli staðalímynd. Hann leikur hlutverk velunnarans í lífi stelpunnar. Hann lánar henni peninga til þess að kaupa sér föt, síðan ver hann hana gegn samkeppni frá hinum konunum, gegn viðskiptavin- unum, gegn lögreglunni – stundum er hann jafnvel lögreglumaður sjálfur. Við- þeim þarf að kunna franska málfræði. Erfitt er að þýða slíkt yfir á íslensku og í þessu tilviki taldi þýðandi það ekki skipta máli fyrir samhengi textans. Því ákvað hann að sleppa „villu“-þýðingum og hafa textann frekar læsilegan og skiljanlegan.] 9 „Tappi sem gefinn var konum fyrir læknisvitjun til að draga úr einkennum lekanda, þannig að læknirinn greindi konur ekki veikar nema hórumamman vildi losna við þær.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.