Hugur - 01.01.2012, Síða 179

Hugur - 01.01.2012, Síða 179
 Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 179 Færum okkur nú um set yfir í rannsóknir á tilfinningum. Þar hefur lengi tíðk- ast að greina á milli frumlægra tilfinninga á borð við gleði, ótta, reiði og sorg og flóknari tilfinninga eins og blygðunar, sektarkenndar og afbrýðisemi. Síðar- nefndi hópurinn er oft kenndur við sjálfsmeðvitaðar eða félagslegar tilfinningar. Um þessar mundir stendur mikil deila um það hversu snemma í þroskaferlinu þessar flóknari tilfinningar koma fram, og þar að auki er deilt um það hvers konar hugræna úrvinnslu þær feli í sér. En menn eru flestir á einu máli um að til að geta greint þessar tilfinningar þurfi maður að vita hvað það er að vera sjálf. Eins og segir í nýlegri kennslubók á þessu sviði: „Það er ekki hægt að kanna sjálfsmeðvit- aðar tilfinningar án þess að gera tilraun til að klæða sjálfið í hugtök ásamt hinum mörgu hliðum þess og hlutverki þess í tilurð tilfinninga.“17 Sú skoðun er útbreidd að sjálfsmeðvitaðar tilfinningar feli í sér sjálfsíhugun og sjálfsmat. Sumir líta svo á að munurinn á blygðun og sektarkennd sé t.d. sá að blygðun feli í sér neikvætt mat á heildarsjálfi eða heildstæðu sjálfi manns sjálfs, en sektarkennd vísi aftur á móti til neikvæðs mats á tiltekinni athöfn. Gera mætti ýmsa fyrirvara við þessa uppástungu en það sem vakir fyrir mér hér er einvörðungu að benda á að margir sálfræðingar kysu að halda því fram að þegar ætlunin er að greina muninn á blygðun og sektarkennd verði að vísa til sjálfsins. Sjálfið hefur einnig komið til tals í leitinni að því sem kalla mætti hinn heilaga kaleik hugrænna taugavísinda, þ.e. þeim taugabúnaði sem svari til meðvitund- arinnar. Í því sambandi er rétt að varpa því fram hvort skynsamlegt sé að skilja að spurningarnar sem hér eru í húfi með því að leita fyrst að þeim taugabúnaði sem svarar til upplifunarinnar og takast síðan á við þá spurningu sem virðist mun flóknari og dularfyllri og varðar þann taugabúnað sem svarar til sjálfsins. Sumir hafa algjörlega snúið baki við þessari aðferð. Antonio Damasio tekur t.d. svo til orða: „Ef ‚sjálfsvitund‘ er skilin sem ‚meðvitund með tilfinningu fyrir sjálfi‘ fellur öll mannleg meðvitund óhjákvæmilega undir hugtakið – þá er hreinlega engin meðvitund af öðrum toga til.“18 Árið 1913 notaðist Karl Jaspers við hugtakið Ichstörungen (sjálfsraskanir) í greinargerð sinni fyrir geðklofa. Víðtækt samkomulag ríkir um þá staðreynd að ýmis þeirra einkenna geðklofa sem helst hefur verið veitt athygli feli í sér grund- vallarbreytingar á tengslum manns við eigin hugsanir, athafnir, skynjanir og til- finningar, svo og á stjórn manns á þessum þáttum. Eins og franski geðlæknirinn Minkowski orðaði það síðar: „Vitfirringin […] á ekki rætur í því að dómgreindin, skynjunin eða viljinn raskist, heldur í því að innsta formgerð sjálfsins gengur úr lagi.“19 Í þeirri deilu sem nú stendur yfir halda t.d. Josef Parnas og Louis Sass uppi vörnum fyrir þessa nálgun. Þeir halda því meira að segja fram að ýmsar myndir sjálfsröskunar, sem koma fram strax í aðdraganda sjúkdómsins, geti átt þátt í að orsaka sjúkdóminn og þannig megi að hluta til rekja til þeirra skýringuna á þeim einkennum geðveikinnar sem á eftir fylgja.20 17 Campos 2007: xi. 18 Damasio 1999: 19. 19 Minkowski 1997: 114. 20 Sass og Parnas 2003: 428.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.