Hugur - 01.01.2012, Page 181

Hugur - 01.01.2012, Page 181
 Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 181 frumspekinga sem hæfastir eru og skýrastir í kollinum stangast iðulega á við þær þekktu staðreyndir sem lífeðlisfræðin og meinafræðin afla.23 Umræddur leiðari birtist á prenti 25. mars 1843. En Wakley var hvorki fyrstur né síðastur til að halda því fram að hyggilegra væri að láta heimspekinga ekki eina um að rannsaka sjálfið. Öllu nýlegri fulltrúi þessarar afstöðu er Francis Crick sem skrifaði fyrir rétt rúmlega áratug: „Það er vonlaust að leysa vandann um meðvit- undina með almennum heimspekilegum rökum; það sem til þarf eru tillögur um nýjar tilraunir sem varpað gætu ljósi á málið.“24 Nánar tiltekið er skoðun Cricks sú að „könnun meðvitundarinnar sé vísindalegt úrlausnarefni. […] Sú skoðun að heimspekingar einir geti glímt við þennan vanda verður ekki réttlætt“.25 Í rauninni er þessu þveröfugt farið, úr því að heimspekingum hefur „orðið svo lítt ágengt síð- ustu tvö þúsund árin að þeim væri hollast að sýna af sér ákveðna hógværð fremur en það háfleyga yfirlæti sem þeir láta jafnan í ljósi“.26 Ekki sé þó þar með sagt að heimspekingar geti ekki lagt eitthvað til málanna, en þeir verða þá að „venja sig á að gefa gælukenningar sínar upp á bátinn þegar uppgötvanir vísindanna stangast á við þær – en verða að athlægi ella“.27 Í stuttu máli er heimspekingum velkomið að munstra sig um borð á allsherjarfleyið, en verða þá að vísu að gera sér háseta- hlutverkið að góðu. Sá grunur læðist raunar að manni að Crick telji að koma muni úr kafinu að heimspeki (hugarins) megi missa sín þegar öllu er á botninn hvolft. Hvaðeina sem hún kunni að hafa til málanna að leggja verði í reynd ekkert annað og meira en undirbúningsfræði sem muni á endanum víkja fyrir fullgildum vís- indalegum skýringum. Það yrði of langt mál að fara nánar út í stóryrði Cricks en mig langar að taka nokkur dæmi sem sýna vonandi fram á af hverju það væri misráðið að telja reynslubundnar rannsóknir á sjálfinu geta spjarað sig án ábendinga og íhugunar af hálfu heimspekinnar. Tökum fyrst til athugunar grein eftir hinn áhrifamikla þróunarsálfræðing Jerome Kagan. Í grein sinni „Is there a self in infancy?“ gagnrýnir hann þá skoðun að ungabörn yngri en átján mánaða búi yfir hugmynd um sjálf. Um leið og hann andmælir þessu hafnar hann því líka að ungabörn eigi sér sjálf, að þau hafi tilfinn- ingu fyrir sjálfi, að þau viti af sér sem sjálf og að þau viti af tilfinningum sínum og athöfnum á meðvitaðan hátt.28 Ég held að það hefði verið ráðlegra að taka ekki á öllum þessum ólíku þáttum í einu. Vilji menn engu að síður fara þá leið tel ég að gera verði þá kröfu að þeir reiði fram rök fyrir því að hún eigi rétt á sér, en Kagan lætur það ógert. Með öðrum orðum tel ég að greining Kagans hefði haft gott af því að skýra hugtökin sem hann notast við. Eins og ég hef þegar minnst á hafa taugavísindin á undanförnum árum einbeitt 23 Hacking 1995: 221. 24 Crick 1995: 19. 25 Sama rit: 258. 26 Sama stað. 27 Sama stað. 28 Kagan 1998: 138, 143, 144.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.