Hugur - 01.01.2012, Side 186

Hugur - 01.01.2012, Side 186
186 Dan Zahavi sem við (og aðrir) segjum um okkur sjálf. Sagan getur hangið misvel saman og sama gildir um sjálfsmynd okkar. Þannig er frásagnarsjálfið smíð sem aldrei er lokið og er í stöðugri endurskoðun. Það hengir sig á „frásagnarsnaga“ sem eru menningarlega afstæðir og það hverfist um tiltekið mengi markmiða, hugsjóna og vona.37 Það er sjálfsmyndarsmíð sem hefst í frumbernsku og heldur áfram alla ævi, og felur í sér flókin félagsleg samskipti. Það sem maður er veltur á þeim gildum, hugsjónum og stefnumiðum sem maður kemur sér upp; það snýst um það sem er manni mikilvægt og merkingarbært og þessi atriði eru auðvitað skilyrt af því samfélagi sem maður er hluti af. Fyrir vikið (og eins og oft hefur verið haldið fram) getur maður því ekki verið sjálf upp á eigin spýtur heldur aðeins í félagi við aðra, sem hluti af málsamfélagi. Að mínu mati væri misráðið að stilla þessum tveimur hugmyndum upp þannig að önnur útiloki hina, eins og stundum hefur verið gert, sér í lagi af hálfu fylgis- manna frásagnarhugmyndarinnar um sjálfið. Að mínu mati bæta hugmyndirnar tvær hvor aðra upp, báðar fanga eitthvað þungvægt og þýðingarmikið. En þó að í því felist vissulega skref í rétta átt að gera sér grein fyrir því að hugmyndirnar eru samrýmanlegar en ekki ósamrýmanlegar standa enn eftir mörg úrlausnarefni sem lúta að eðli þeirra og tengslum og kalla á frekari skýringar.38 Tökum sjálft orðið „útvíkkað sjálf“ sem dæmi. Þegar þetta orð er notað er gefið í skyn að hugmyndin um lágmarkssjálf feli ekki í sér að sjálfið sé útvíkkað. En er það svo í reynd? Á lágmarkssjálfið sér aðeins tilvist í hinum hreina nú-punkti augnabliksins? Er það í rauninni á rökum reist að telja lágmarkssjálfið skorta hvers kyns tímalega „þykkt“? Ég held ekki. Þessu er raunar þveröfugt farið, því eina ítarlegustu fyrirbærafræðilegu greinargerð fyrir lágmarkssjálfi sem til er má einmitt finna í greiningu Husserls á formgerð innri tímavitundar. Greiningu hans á samspilinu milli framleitni, frumbirtingar og eftirheldni [protention, primal im- pression and retention] á einmitt að skilja sem viðleitni til að afla betri skilnings á sambandinu milli sjálfsupplifunar og tímanleika. Önnur spurning sem hér kemur til álita snýst um það hvort umræðunni um lágmarkssjálfið sem formgerð eða eigin leika upplifunarinnar sé ætlað að bera með sér að hugmyndin sem hér er í húfi sé svo rýr í roðinu að við sitjum að endingu uppi með ólíkamlegt sjálf, þ.e. hugmynd sem lætur líkamleikann lönd og leið. Þessu myndi ég líka svara neit- andi. Að mínu mati er rétta leiðin til að hugsa um lágmarkssjálf sem viðfang upplifunar í því fólgin að hugsa um það sem fyrstupersónusjónarhorn sem bundið er líkama. En að sjálfsögðu mætti þá spyrja hvort lágmarkssjálfið sé þá í rauninni réttnefnt lágmarks-sjálf. Hvað hugmyndina um frásagnarsjálf áhrærir þá tengjast henni ýmis úrlausn- arefni sem erfitt reynist að kveða niður, og eitt þeirra varðar einmitt sjálfa hug- myndina um frásögn. Ég tel óhætt að gera ráð fyrir því að enginn fylgismaður þessarar afstöðu héldi því fram að það að vera sjálf krefjist þess að maður setji í reynd saman sjálfsævisögu. Við þurfum að greina frásagnir sem settar eru saman að yfirlögðu ráði frá þeim frásögnum sem einkenna líf okkar frá degi til dags. 37 Flanagan 1992: 206. 38 Sbr. einnig Zahavi 2005, 2007, 2009.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.