Hugur - 01.01.2012, Page 187

Hugur - 01.01.2012, Page 187
 Hið margslungna sjálf: Sjónarhorn reynslu og fræða 187 Fyrrnefndu sögurnar eru ekkert annað en skáldleg úrvinnsla þeirrar frásagnarlegu sjálfstúlkunar sem við stöndum sífellt í. Þessi greinarmunur gegnir líka lykil- hlutverki við að bægja frá tilteknum andmælum sem oft hefur verið hreyft gegn frásagnarhugmyndinni og eru á þá leið að sjálfska okkar verði ekki smættuð niður í innihald frásagna, og að við ættum að forðast þau mistök að rugla yfirvegaðri og frásagnarbundinni greinargerð fyrir tilteknu æviskeiði saman við þær upplifanir sem fara á undan allri yfirvegun og liggja þessu sama æviskeiði til grundvallar áður en nokkurs konar viðleitni til að koma upplifununum fyrir innan frásagn- ar kemur til. Með öðrum orðum hlýtur hvers kyns tilraun til að setja lífshlaup manneskju fram í frásögn nauðsynlega að breyta þessu sama lífshlaupi vegna þess að sögumaðurinn mun óumflýjanlega þvinga ákveðinni reglu upp á atburðina sem þeir bjuggu ekki yfir þegar þeir voru upplifðir. Í þeim skilningi felur það að segja sögu nauðsynlega í sér ómeðvitaðan tilbúning að einhverju marki. Ég tel að með því að leggja áherslu á upplifaða frásögn en ekki yfirvegaða frásögn megi draga úr þessum vandamálum, að minnsta kosti að hluta til. En sé það skref stigið verður brýnt að útlista nákvæmlega hvað slíkar upplifaðar frásagnir fela í sér. Einhverjir höfundar hafa gælt við þá hugmynd að það sé það einkenni þess sem fyrir okkur ber í lífinu að eiga sér upphaf, miðju og endi sem mestu skipti og að líta ætti á þetta formgerðareinkenni sem útvíkkun á tilteknum þáttum tímanleikans sem einnig má finna í upplifunum og athöfnum. Vandinn við andsvar af þessum toga er hins vegar sá að með því að slíta á tengslin milli tungumáls og frásagnar er hætt við því að síðarnefnda hugtakið verði of vítt og þar af leiðandi innantómt. Að lokum er rétt að benda á að jafnvel þótt við föllumst á að bæði hugtökin eigi rétt á sér er eftir sem áður brýnt að skilja tengslin á milli þeirra. Ein leið til að takast á við það verkefni er í því fólgin að andæfa því að hugmyndin um lágmarkssjálf feli í rauninni í sér fullburða sjálf, öllu heldur eigi að líta á hana sem ómissandi og nauðsynlega forsendu hvers kyns réttnefndrar hugmyndar um sjálfið. Önnur leið er að fullyrða að hugmyndin um lágmarkssjálf eigi í rauninni að þjóna þeim tilgangi að útlista lágmarksskilyrði þess að eitthvað geti verið sjálf, og að þessi hugmynd sé af þeim sökum bæði nauðsynlegt og nægilegt skilyrði þess að sjálfska geti verið til staðar. Þegar allt kemur til alls má hins vegar velta því fyrir sér hversu vel greinarmunurinn milli þessara tveggja möguleika á við í raun. Málum er nú einu sinni þannig háttað að við munum aldrei komast í kynni við lágmarkssjálfið í sinni tærustu mynd, hugsanlega burtséð frá tilteknum alvar- legum kvillum líkt og alzheimerssjúkdómi á lokastigi. Sjálfið verður alltaf þegar staðsett innan tiltekins sjóndeildarhrings, með hlutdeild í tilteknu umhverfi og tilteknum tíma. Það verður alltaf samofið tilteknum minningum, tjáningarríku látbragði og félagslegum samskiptum sem jafnframt móta það og samhengi þess, og sama gildir um venjur, tilhneigingar og tengsl sem runnin eru því í merg og bein án virkrar hlutdeildar þess sjálfs. Tökum nú eitt skref í viðbót. Nú ætti að vera orðið ljóst að ég tel okkur þurfa að átta okkur á því að sjálfið er svo margþætt fyrirbæri að eina leiðin til að gera hinu flókna eðli þess skil svo vel sé er í því fólgin að fella saman greinargerðir úr ýmsum áttum þannig að þær bæti hver aðra upp. En ég tel líka að það væri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.