Hugur - 01.01.2012, Page 227

Hugur - 01.01.2012, Page 227
 Skiptaréttlæti 227 hvers sem maður á, eða einhvers sem maður getur leigt sér eða fengið lánað. Geta fólks til að ferðast frá Íslandi til Danmerkur er dæmi um hið síðastnefnda – fólk getur ferðast frá Íslandi til Danmerkur með því að kaupa sér sæti í flugvél. Geta hreyfihamlaðrar manneskju til að fara frá einu herbergi til annars kann að byggj- ast á aðgangi hennar að þjónustu. Og geta þess sem á orðið megnið af fyrirtækjum í landinu til að misnota markaðsráðandi stöðu sína til að kúga aðra, er geta í krafti eigna. Getudreifingu í tilteknu samfélagi má lýsa á svipaðan hátt og eignadreifingu samfélags var lýst í mynd 1 að framan. Geta manneskju veltur fyrst og fremst á tveimur þáttum. Annars vegar á þeim gæðum sem hún ræður yfir og hins vegar á möguleikum hennar á að umbreyta þessum gæðum í raunveruleg lífsgæði. Ef allir hafa nokkurn veginn sömu möguleika á að umbreyta þeim gæðum sem til skipta eru í raunverulega getu (í skilningi Sens) verður myndin af getudreifingu tiltekins samfélags svipuð myndinni sem lýsir eignadreifingu samfélagsins. Sér í lagi munu eignadreifingarferillinn og það sem við gætum kallað getudreifingarferillinn hafa sömu lögun – ef eignadreifingarferillinn er kúptur þá verður getudreifingarferill- inn það líka, og ef sá fyrri er íhvolfur þá verður sá síðari það líka. Staðreyndin er sú að fólk er ólíkt hvert öðru, bæði að upplagi og í félagslegu til- liti, og því getur getudreifing í tilteknu samfélagi á tilteknum tíma hæglega verið verulega frábrugðin eignadreifingunni á sama tíma. Ef tiltekinn hópur fólks (t.d. fatlaðir, fólk af erlendum uppruna eða ungar mæður) á verulega erfitt með að um- breyta hefðbundnum gæðum í raunverulega getu, þá kann að vera að eignadreif- ingarferillinn sé kúptur en getudreifingarferillinn íhvolfur. Sömu sögu er að segja ef sum svið samfélagsins (t.d. stjórnmál) eru lokuð fyrir öðrum en þeim sem eiga verulegar eignir. Almennt má raunar álykta að ef samfélag er óhóflega efnishyggjumiðað – þ.e. ef það þarf að komast yfir háan eignaþröskuld til að verða fullgildur þátttakandi í samfélaginu – þá leiði kúptur eignadreifingarferill ekki endilega til kúpts getu- dreifingarferils heldur sé allt eins líklegt að getudreifingarferillinn verði íhvolfur þar sem hinir allra tekjuhæstu einoki tiltekin svið samfélagsins í krafti eigin eigna. Þá er hætt við að mikilvæg svið samfélagsins verði lokuð fyrir þeim sem ekki eiga verulega miklar eignir, jafnvel þótt enginn sé undir fátæktarmörkum. Gæði og geta Gagnrýni Sens á kenningu Rawls um réttlæti kann að virðast of einföld til að Rawls hafi ekki svar við henni. Í Justice as Fairness rekur Rawls í nokkuð löngu máli hvernig hann hafi raunar brugðist við gagnrýni Sens löngu áður en Sen setti hana fram. Ég ætla ekki að fara í saumana á rökræðum þeirra tveggja, en þó verð- ur ekki skilið við Rawls öðru vísi en að nefna það sem segja má að sé aðalatriðið í vörn hans, nefnilega samspil réttinda annars vegar og efnislegra gæða hins vegar. Kenning Rawls er tveggja þátta, hún varðar bæði réttindi og skiptingu gæða, og er því hvorki hreinræktuð lögmálskenning um réttlæti né leikslokakenning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.