Hugur - 01.01.2012, Side 234

Hugur - 01.01.2012, Side 234
234 Ritdómur fræði, og segir hana óprófanlega (sjá t.d. 245–247). Og auðvitað er ekki hægt að „prófa“ hvort skynsamur einstaklingur hegði sér samkvæmt því sem leikjafræði býður, enda auðvelt að sanna það, miðað við hvernig „skynsemi“ er skilgreind í þessum fræðum. Hins vegar er tiltölulega auðvelt að kanna hversu vel leikjafræði lýsir hegðun raunverulegra einstaklinga. Og reyndar hafa slíkar tilraunir orðið sífellt vinsælli á undanförnum áratugum. Útkoman úr þessum tilraunum er blend- in. Flest bendir til þess að við ákveðnar aðstæður lýsi leikjafræðin hegðun manna mjög vel; t.d. því hvernig fólk og fyrir- tæki hegða sér við uppboð. Og almennt standast forspár leikjafræðinnar ágætlega þegar spilað er oftar en einu sinni, og for- spárgildið eykst eftir því sem upphæðirn- ar sem spilað er um hækka.5 Það er því alls ekki svo að ekki sé hægt að prófa hvort forspár hagfræðikenninga komi heim og saman við raunveruleik- ann. Engu að síður má færa rök fyrir því að margar hagfræðikenningar sem slíkar sé ekki hægt að prófa (og er líklega það sem Stefán á við). Í fyrsta lagi vísa margar hagfræðikenningar til óraunhæfra að- stæðna á borð við fullkominn markað með upplýstum einstaklingum. Slíkar kenn- ingar er mögulega aldrei hægt að prófa enda lýsa þær aðstæðum sem hvergi eru til. Í öðru lagi þarf, svo hægt sé að leiða nákvæma forspá af hagfræðikenningu, urmul af viðbótarforsendum (e. structural assumptions) sem strangt til tekið eru ekki hluti af kenningunni. Reyndar gildir slíkt hið sama almennt um kenningar í vís- indum. En Nancy Cartwright bendir á að sökum skorts á almennum lögmálum sé þetta sérstakt vandamál í hagfræði; reyndar sé erfitt að átta sig á því hvort það sem við leiðum af hagfræðikenningu og viðbótarforsendum séu sannindi um kenninguna eða um forsendurnar.6 Að sama skapi er því óvíst hvað sé verið að prófa hverju sinni: hagfræðikenningu eða viðbótarforsendurnar. IV Lítum loks á þá fullyrðingu Stefáns að hagfræðin sé ekki hlutlæg, heldur „gegn- drepa af siðferðilegu og pólitísku gildis- mati og getur tæpast verið annað“ (59). Helstu rökin sem hann færir fyrir þessari fullyrðingu tengjast annars vegar „ofurást margra hagfræðinga á hinum helga, frjálsa markaði“ (60) og hins vegar því að hag- fræðingar hafi margir hverjir haft beinan fjárhagslegan hag af því að segja það sem auðmenn vilja heyra. Nú er það örugglega bæði rétt að margir hagfræðingar séu haldnir „ofurást“ á frjálsum markaði og fengu auk þess beinlínis greitt fyrir að syngja söng auðmanna. En það að hag- fræðingar séu hlutdrægir þýðir ekki endi- lega að fræði þeirra séu mettuð gildismati. Hið sama gildir auðvitað um vísindi al- mennt: þótt annarlegar pólitískar ástæður verði til þess að eðlisfræðingur hanni glæsilega kenningu, þýðir það ekki eitt og sér að ómögulegt sé að meta kenninguna óháð þessum ástæðum.7 Hins vegar er hagfræðin, og félagsvís- indi almennt, því marki brennd að hugtök hennar eru mörg hver gildishlaðin. Raun- ar bendir Stefán í þessa átt er hann segir: „Ekki er hlaupið að því að rannsaka hag- fræði manndrápa því hugtök um mann- dráp eru gegnsýrð gildismati og vandséð hvernig hægt er að lýsa þeim án þess að fella gildisdóm, beint eða óbeint“ (63).8 Þessi rök er bæði hægt að dýpka og tengja betur við hefðbundnar rannsóknir hag- fræðinga. Tökum sem dæmi rannsóknir á fátækt. Eins og flest mikilvægustu hug- tök félagsvísinda er hugtakið „fátækt“ það sem Bernard Williams kallar þykkt, í þeim skilningi að það hefur bæði lýsandi og gildishlaðna hlið sem ekki er hægt að aðgreina með góðu móti.9 Af þeim sökum getur tvo hagfræðinga greint á um hversu margir eru fátækir einfaldlega vegna þess að þeir hafa ólíkt gildismat, eins og Philippe Mongin bendir á.10 Annar hag- fræðingurinn kann til að mynda að líta svo á að hafi einstaklingur í sig og á sé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.