Hugur - 01.01.2012, Side 7

Hugur - 01.01.2012, Side 7
 Inngangur ritstjóra 7 hrista upp í þeim stöðluðu viðbrögðum. Fátt bendir til að Spencer verði álitinn mikilvægasti heimspekingur nítjándu aldar en margt í hugsun hans er þess eðlis að mig grunar að áhugi á verkum hans muni glæðast á komandi árum. Grein- arnar sem bárust Hug tengdust þó einnig helstu nöfnum í heimspeki nítjándu aldar og eiga þessar greinar það sameiginlegt að skoða þessa höfunda í ljósi sam- tímans, ef svo má að orði komast. Steinunn Hreinsdóttir tekst á við bölhyggju Schopenhauers, Guðmundur Björn Þorbjörnsson greinir það sem hann nefnir „vangaveltuþjóðfélagið“ í félagi við Kierkegaard og Róbert H. Haraldsson fjallar um höfuðrök Johns Stuarts Mill fyrir hugsunarfrelsi og málfrelsi með hliðsjón af stórum ágreiningsmálum í samtímanum. Um Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi gildir fátt það sem tínt hefur verið til hér að ofan. Honum var ekki spáð frægð og frama innan heimspekinnar. En íslenskum lesendum þykir líklega bara vænna um hann fyrir vikið. Elsa Haralds- dóttir nýtir sér frásögn Brynjólfs af þróun eigin hugsunar til að velta upp spenn- andi hliðum á því sem við nefnum í daglegu tali „heimspekilega hugsun“. Elsa hefur undanfarið unnið að meistararitgerð um gagnrýna hugsun og má vel greina hversu áhugasöm hún er um að fólk geri sér grein fyrir einkennum gagnrýninnar hugsunar og heimspekilegrar samræðu þegar rætt er um mikilvægi heimspeki- kennslu á öllum skólastigum. En það er meira efni í Hug en það sem tengist þema heftisins. Guðrún C. Em- ils dóttir hefur þýtt sérlega áhugaverðan kafla úr sígildu riti Simone de Beauvoir, Síðara kyninu. Handrit þýðingarinnar var lesið í námskeiðinu Heimspekilegum forspjallsvísindum í Sagnfræði- og heimspekideild í haust og vakti það fjörugar umræður meðal nemenda. Ný grein eftir Dan Zahavi birtist hér einnig í íslenskri þýðingu. Það er mikið fagnaðarefni að þekktir erlendir höfundar sendi greinar í Hug til ritrýni og birtingar. Guðmundur Sæmundsson og Kristján Kristjánsson eru höfundar mikillar greinar um siðferðismisræmi milli íþróttabókmennta og íþróttaveruleika nútímans á Íslandi. Má með sanni segja að ekki hafi komið út margar greinar sem snerta á því efni á íslensku áður. Heftinu lýkur með skemmti- legri grein eftir Ólaf Pál Jónsson um svokallað skiptaréttlæti. Hér að ofan var rætt um ferðalög. Íslensk heimspeki hefði ekki þróast á þann hátt sem hún gerði ef Mikael M. Karlsson hefði ekki haldið í eitt slíkt með Barb- öru konu sinni til Íslands síðsumars árið 1973. Um ævi Mikes og ástæður þess að hann settist að á Íslandi hefur margt verið skrafað en minna fest á blað. Það var því sérstakt fagnaðarefni að hann féllst á að setjast niður með mér nú í haust og segja þessa sögu. Sú útgáfa hennar sem hér birtist er auðvitað lítið bergmál þessa mikla bálks sem Mike hefur frá að segja, en vonandi fræðast lesendur nokkuð um þá óþrjótandi þekkingarleit sem hefur leitt hann í gegnum lífið. Að lokum er mér það bæði ljúft og skylt að þakka öllum þeim sem komu að gerð þessa árgangs Hugar. Höfundar efnis fá auðvitað sérstakar þakkir fyrir sam- starf og þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt útgáfuferlinu. Útgáfu Hugar hefur verið lýst sem lítilli útgerð í litlum polli. Smæðin hefur víst aldrei flýtt fyrir vinnu hvers árgangs. Ritrýnar fá ómældar þakkir fyrir sitt vanþakkláta starf. Gunnar Harð- arson og Björn Þorsteinsson lásu yfir þýðingarnar tvær úr frönsku sem hér birtast.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.