Hugur - 01.01.2012, Side 29

Hugur - 01.01.2012, Side 29
 Viljafrumspeki og bölhyggja Schopenhauers 29 undirstrikar enn frekar að ómögulegt er að innramma og einskorða hann við ein- ungis þjáningu sem nauðsynlega útkomu viljaathafna. Tilfinningar og merking á skilafresti Tilfinningar eru margslungnar og verða til í upplifun mannsins af síbreytilegum veruleikanum. Skynjanir okkar og upplifanir eru stöðugum breytingum undir- orpnar og tvinnast saman í vitund okkar og hugmyndum okkar um heiminn. Tilfinningar okkar eru órökvísar, margraddaðar, ógegnsæjar og á reiki í verðandi. Eða með skírskotun til heimspeki Derrida: tilfinningarnar og viðbrögð okkar við þeim eru stöðugt á skilafresti í merkingarfræðilegum skilningi.19 Tilfinningar eru jafnan huglægar, duldar og kappkosta að bæla niður og ýta hver annarri til hlið- ar; meðvitaðar tilfinningar bæla þannig niður ómeðvitaðar tilfinningar og eru á skilafresti í tímarúminu. Þær eru í verðandi og eru því alltaf á leiðinni að verða til og mótast. Þá er maðurinn ekki gegnsæ heild, sem þýðir að hann þekkir ekki vilja sinn og á jafnan erfitt með að átta sig á tilfinningum sínum. Meðvitaðar og ómeð- vitaðar langanir hans eru ekki eitthvað tvennt og aðskilið heldur flæða þær saman í víxlverkun á órökvísan hátt. Samkvæmt heimspeki Derrida er alltaf eitthvað sem skýst undan og slær sér á frest – ekki einungis í tilfinningalegum skilningi, heldur einnig í merkingarfræðilegum skilningi, sem þýðir að það er aldrei allt sem skilar sér í orðræðunni hér og nú. Merkingin er ávallt í mótun, ógegnsæ, óþekkt og ókomin. Það er því engin endanleg merking tilfinninga okkar; þjáningin er ekki rökleg afleiðing viljans. Þá eru þjáning og ánægja tilfinningalegar andstæður sem skilyrða hvor aðra vegna mismunarins sem stöðugt er að verki; þær spila saman fyrir tilstilli mis- munarins og eru í stöðugri víxlverkun. Þessi víxlverkun tilfinninga á sér stað innan hverrar mannveru. Þjáningin er vegna hamingjunnar sem hún er í mismun við; hamingjan á með öðrum orðum alltaf hlutdeild í þjáningunni – og gerir það að verkum að við greinum þjáninguna sem slíka. Hamingjan er því til eins og þjáningin! Þannig spila tilfinningar okkar saman sem endurspeglast í hugsunum okkar og merkingunni sem stöðugt er á skilafresti. Hamingjan og þjáningin er ekki annaðhvort/eða-ástand; þær eru samtvinnaðar, flæða saman í verðandi og skilyrða hvor aðra. Þjáningin er einmitt til komin vegna fjarveru hamingjunnar og öfugt. Tilfinningar sem slá sér á frest skila sér loks af nauðsyn. Þjáningin ýtir ham- ingjutilfinningunni til hliðar sem fer á skilafrest og við bíðum eftir því að hún skili sér með því að reyna þrotlaust að komast yfir skortinn. Þjáningin skilur því alltaf eftir sig ummerki í vitund mannsins sem sést í voninni og eftirvæntingunni um það sem kannski kemur. Tilfinningar eru í hnotskurn upplifanir okkar á síbreytilegum veruleikanum sem við gerum að hugmynd. Við leitumst jafnan við að koma þeim í skynsam- 19 Skilafrestur (fr. différance) þýðir að greinarmunur og frestun eigi sér stað í tíma og rúmi. Lögmálið um skilafrest er það að vera ólíkt og slá sér á frest í merkingarfræðilegum skilningi. Allt sem sýnir sig verður til af mismun; það sagða ýtir hinu ósagða í burtu og skilur eftir sig spor eða ummerki og bendir á það sem ekki er. Þetta annað sem er hulið og í mismun við það sem sýnir sig er ávallt í vændum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.