Hugur - 01.01.2012, Síða 38

Hugur - 01.01.2012, Síða 38
38 Róbert H. Haraldsson kennd við þekkingu og kölluð þekkingarrökin en Mill gerir skarpan greinarmun á því að hafa sanna skoðun og því að „þekkja sannleikann“ („knowing the truth“) (CW 18: 244).3 Hann hefur í huga muninn á því að aðhyllast tiltekna skoðun eins og páfagaukur og að skilja forsendur hennar eða ástæður: geta útskýrt hana fyrir öðrum, rökstutt hana o.s.frv. Loks nefnir Mill í fjórða lagi rök sem kennd hafa verið við lifandi sannindi eða virka tiltrú (e. vital belief). Hér er vikið að venslum hugsunarfrelsis og málfrelsis og þess að skoðun sé virkt afl, hafi áhrif á huga ein- staklingsins, tilfinningar hans og breytni, þ.e. birtist í lífsstefnu hans. Þessi rök hafa einnig verið nefnd kreddurökin því eitt orðalag sem Mill hefur um andstæðu lifandi sanninda er „dauð kredda“ („dead dogma“) (CW 18: 243).4 Skilin á milli þessara fjögurra raka eru ekki skörp og má t.d. nota „sannleiksrök“ í víðum skiln- ingi um bæði fyrsta og annan liðinn og „kreddurök“ í víðum skilningi um þriðja og fjórða liðinn. Það eru orðin sem ég hef auðkennt með skáletri í meginniðurstöðunni („andleg velferð“5/„mental well-being“ (CW 18: 257)) er falla nánast alltaf brott í endursögn fræðimanna. Frá þeirri megintilhneigingu þekki ég ekki margar undantekningar í hinum alþjóðlega fræðaheimi en mun víkja að einni síðar. Eins og sjá má er ekki alveg vandræðalaust að fella þetta orðalag burt í endursögn á málflutningi Mills því hann notar það til að vísa til þess sem hugsunarfrelsi og málfrelsi eru sögð ófrávíkjanleg skilyrði fyrir. Án hugsunarfrelsis og málfrelsis nyti mannkyn ekki andlegrar velferðar. Hví skyldu túlkendur Mills þá kjósa að sleppa þessum orðum í endursögn sinni, hafi þeir þá yfirhöfuð veitt þeim eftirtekt? Ein ástæða er vafalítið sú að orðin „mental well-being“ („andleg velferð“) eru ekki miðlæg í skrifum Mills sjálfs, hvorki í Frelsinu né öðrum ritum hans. Öðru nær. Í 33ja binda útgáfu heildarverka Mills, The Collected Works of John Stuart Mill, hef ég aðeins fundið einn stað utan Frelsisins þar sem orðalagið kemur fyrir. Það er í Hugleiðingum um fulltrúastjórn (Considerations On Representative Government, 1861) en þar vekur Mill, stuttlega og án athugasemda, athygli á hættunni sem samfélögum stafar af því að leggja rækt við aðeins hluta af þeim skilyrðum sem félagsleg og andleg velferð („social and mental-well being“) hvílir á (CW 19: 459). Í Frelsinu kemur orðalagið hvergi fyrir utan meginniðurstöðunnar.6 Af þessum sökum kann mönnum að þykja ofur skiljanlegt að orðalagið „andleg velferð“ eigi ekki upp á pallborðið hjá túlkendum Mills. Vera má að orðalagið hljómi ókunn- uglega í eyrum nútímamanna og úr því að Mill notaði það svo sjaldan mætti spyrja hví við skyldum þá halda því til haga. Hér verður þó að huga að þrennu. Í fyrsta lagi notar Mill þrátt fyrir allt þetta orðalag til að lýsa meginniðurstöðu sinni um hugsunarfrelsi og málfrelsi og hann leggur áherslu á það í síðari skrif- um sínum um bókina að hvert orð hennar hafi verið yfirvegað vandlega (CW 1: 3 Setningin „This is not knowing the truth“ virðist ekki hafa skilað sér í íslensku þýðingunni (82– 83). 4 Íslensku þýðendurnir nota „dauður bókstafur“ (82). 5 Jón Ólafsson notar einnig „andleg velferð“ fyrir „mental well-being“ í þýðingu sinni (Mill 1859/1886: 106). 6 Í íslensku þýðingunni standa orðin þó víðar, sjá t.d. „[…] andlega velferð hans [heimsins] […]“ (72). Þar eru þó hvorki „mental well-being“ né skyld orð í frumtextanum, sjá CW 18: 237–238.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.