Hugur - 01.01.2012, Side 117

Hugur - 01.01.2012, Side 117
 Samfélagsrýni og gamlar hættur 117 stendur Nútíminn þeim framar hvað viðkemur samanburði á tíðarandanum að mati höfundar þessarar greinar. Í Nútímanum ræðst Kierkegaard til atlögu við nánasta umhverfi sitt, dönsku borgarastéttina, sem hann taldi einkennast af doða og almennu sinnu- og getuleysi gagnvart þeim verkefnum sem felast í því að vera manneskja. Slíka gagnrýni átti Kierkegaard eftir að heimfæra upp á dönsku kirkj- una og hið almenna danska sóknarbarn nokkrum árum síðar.4 Það sem undir- strikar hins vegar mikilvægi Nútímans í samhengi dagsins í dag eru myndirnar sem Kierkegaard dregur upp af einstaklingi og samfélagi sem hafa misst tengslin hvort við annað vegna ofgnóttar upplýsinga, yfirborðsþekkingar og tilhneigingar mannsins til að samsama sig lægsta mögulega samnefnara. Þekking mannsins á umhverfi sínu er brotakennd í meira lagi, og hann skýlir sér á bakvið nafnleysi í opinberri umræðu.5 Sú mynd sem Kierkegaard dregur upp af tíðarandanum á margt skylt við firring- arhugtakið, sem rekur uppruna sinn innan meginlandsheimspekinnar til Hegels, Feuerbachs og Marx. Í Nútímanum lýsir Kierkegaard hvernig einstaklingurinn hefur verið sviptur allri getu til þess að taka ákvarðanir byggðar á eigin sannfær- ingu. Þetta er niðurstaða „jöfnunar“ (d. nivellering) samfélagsins, sem veikir sjálf- stæði einstaklingsins á öld vangaveltunnar. Einstaklingurinn er jafnaður niður af samfélagi sem einkennist af eintómum vangaveltum og ástríðuleysi.6 Vikið verður ítarlega að þætti jöfnunarinnar síðar í þessari grein, en rétt er að benda á hvern- ig samskipti milli manna á vangaveltuöld Kierkegaards eru gersneydd tengslum þeirra á milli, og hvernig sú lýsing samræmist hugmyndum firringarorðræðunnar á 19. öld. Í samfélaginu sem Kierkegaard lýsir hefur átt sér stað einhvers konar gengisfelling eðlilegra samskipta milli einstaklingsins og umhverfis hans. Tíðar- andinn er sömuleiðis gegnsýrður af gengisfellingu gamalla gilda, og einkennist af ástríðuleysi og vangaveltum. Í inngangi að fyrirlestrum sínum um heimspeki sögunnar færir Hegel fyrir því rök að andinn sé í eðli sínu frjáls, hann sé bei-sich-selbst eða með sjálfum sér. Eining andans finnst í andanum sjálfum, en ekki utan hans, og því er hann sitt eigið sjálf, frjáls. Einstaklingurinn er bæði háður einhverju eða einhverjum og er ófrjáls þegar hann bindur sjálfan sig einhverju utanaðkomandi – einhverju „öðru“ sem hann er ekki. Frelsi finnst hins vegar í sjálfstæðri tilveru og meðvitund um sig sjálfa(n).7 Að öðlast frelsi felur hins vegar ekki í sér að útiloka eða víkja úr vegi 4 Á síðara skeiði rithöfundarferils síns gerðist Kierkegaard hatrammur andstæðingur dönsku kirkj- unnar, og lagði ríka áherslu á erfiðleika þess verkefnis að verða sannlega kristinn einstaklingur. Gagnrýni hans á dönsku kirkjustofnunina og fyrirbærið kristindóm skyggði því lengi vel á fyrri verk hans. Þetta gerði hann ekki til að gagnrýna kristnina, enda var hann nær því að vera bók- stafstrúarmaður heldur en trúleysingi. Öllu heldur gagnrýndi hann þá prédikun kirkjunnar að það væri auðvelt að vera kristinn. Í verki sínu frá 1850, Indøvlese i Christendom, rís þessi gagnrýni Kierkegaards hvað hæst. Þar beinir hann sjónum sínum að þversögninni sem felst í því að Jesús sé bæði Guð og maður, og hvernig sú staðreynd fái einstaklinginn til að „hneykslast“ á erindi kristn- innar. Eftirfylgdin við Krist er það eina sem máli skiptir, og til að lifa því lífi sem fylgi því að hlýða boðum Krists, þarf einstaklingurinn að þola háð og niðurlægingu alla sína tíð. Líf í eftirfylgd við Krist sé því vont líf, sjá Kierkegaard 1991: 153; 217. 5 Kierkegaard 1978: 103. 6 Sama rit: 26. 7 Hegel 1988: 20.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.