Hugur - 01.01.2012, Page 158

Hugur - 01.01.2012, Page 158
158 Simone de Beauvoir kynmök þjónusta sem þær veita; hin síðarnefnda er ráðin ævilangt til að þjónusta einn mann; sú fyrri til að þjónusta marga viðskiptavini sem borga fyrir hvert skipti. Önnur er vernduð af einum karli gegn öllum hinum, hin vernduð af öllum gegn kúgun eins manns. En hvað sem því líður, þá er sá ávinningur sem þær fá út úr því að veita aðgang að líkama sínum takmarkaður af samkeppninni. Eiginmaðurinn veit að hann hefði getað fengið sér aðra eiginkonu: að uppfylla „hjúskaparskyldur“ sínar er ekki greiðasemi, heldur er verið að efna samninginn. Í vændisheiminum getur hin sérstaka, en þó ekki einstaka, karllega þrá fengið útrás í hvaða líkama sem er. Eiginkonur og lagskonur geta ekki notfært sér karlmanninn nema þær hafi sérstök áhrif á hann. Stóri munurinn milli þeirra er sá að löglega konan er kúguð sem gift kona, en virt sem manneskja; sú virðing byrjar strax að dvína við kúgunina. Aftur á móti hefur vændiskonan engin réttindi sem persóna, í henni kristallast allar myndir kvennaþrælkunar. Það væri einfeldni að spyrja hvaða ástæður búi að baki því að kona fer út í vændi. Sú kenning sem Lambroso setti fram, sem líkti vændiskonum við glæpamenn og sagði þær siðblindar, á ekki upp á pallborðið í dag. Það er hugsanlegt, eins og tölfræðilegar upplýsingar hafa sýnt, að almennt sé greindarvísitala vændiskvenna örlítið undir meðallagi og að sumar þeirra séu hreinlega þroskaheftar. Þær konur sem eiga við andlega vanhæfni að stríða velja sér gjarnan störf sem krefjast ekki sérhæfingar. En langflestar eru þær ofur venjulegar, og nokkrar mjög greindar. Engin erfðafræðileg bölvun, engir lífeðlisfræðilegir gallar hvíla á þeim. Í sann- leika sagt verða alltaf einhverjir til að taka þau störf sem bjóðast í heimi þar sem eymd og atvinnuleysi ríkja. Svo lengi sem lög og regla og vændi fyrirfinnast verða lögreglumenn og vændiskonur til. Auk þess gefa þessi störf að meðaltali meira af sér en mörg önnur störf. Það er hræsni að furða sig á framboðinu sem hin karllæga eftirspurn veldur, vegna þess að hér er um frumstæðan og almennan við- skiptagjörning að ræða. „Engin ástæða vændis“, skrifaði Parent-Duchâtelet með- an á rannsókn hans stóð árið 1857, „er eins áhrifarík og atvinnuleysi og eymd sem er óhjákvæmileg afleiðing ónógra tekna.“ Velmeinandi siðferðispostular munu svara því til með glotti að aumkunarverðar frásagnir vændiskvennanna séu skáld- skapur handa hinum trúgjarna viðskiptavini. Rétt er það að í mörgum tilvikum hefði vændiskonan getað fundið sér aðrar leiðir til að afla tekna. En þó að sú leið sem hún valdi sér virðist henni ekki vera sú versta, þá sannar það ekki að hún sé siðspillt í eðli sínu. Í því felst heldur dómur yfir því samfélagi þar sem þetta starf er eitt þeirra starfa sem mörgum konum finnst síst ógeðfellt. Spurt er: af hverju valdi hún þetta starf? Spurningin ætti fremur að vera: af hverju ætti hún ekki að velja það? Meðal annars hefur því verið gaumur gefinn, að stóran hluta „stelpn- anna“ er að finna meðal fyrrverandi þjónustustúlkna; Parent-Duchâtelet hefur heimfært upp á öll lönd það sem Lily Braun komst að raun um í Þýskalandi og Ryckère í Belgíu. Um 50% vændiskvenna störfuðu áður við húshjálp. Það nægir að líta á „hjúaherbergið“ til að átta sig á því af hverju þetta stafar. Misnotuð, hneppt í þrældóm og meðhöndluð eins og hlutur en ekki manneskja gerir húshjálpin sér ekki vonir um að lífið verði henni betra í framtíðinni. Stundum þarf hún að láta kenjar húsbóndans yfir sig ganga. Úr þjónustuþrældómi og frá ástum vinnukonu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.