Hugur - 01.01.2012, Page 103

Hugur - 01.01.2012, Page 103
 Heimspeki Lotzes og tengsl hennar við fyrri og síðari heimspeki 103 Lotze og hughyggjan Lotze brúaði bilið á milli hinnar þýsku hughyggju,33 sem var ríkjandi í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, og vélhyggju eða náttúruhyggju sem kom fram á sjónarsvið- ið í kjölfar hins gífurlega framgangs náttúruvísinda á seinni hluta 19. aldar. Hann var menntaður í heimspeki þýsku hughyggjunnar, einkum Hegels og fylgismanna hans,34 og varð því upphaflega fyrir miklum áhrifum frá henni. Ákveðin sjónar- mið hughyggjunnar aðhylltist hann alla tíð, eins og fram kemur hér á eftir. Lotze nefnir tvö atriði sem hann segir einkum hafa leitt sig til að efast um heildarsýn hughyggjunnar. Í fyrsta lagi segist hann ekki geta farið í grafgötur með það að hughyggjan þurrki algerlega út ákveðinn mikilvægan greinarmun: annars vegar á heiminum sjálfum sem er viðfang allra rannsókna okkar, og hins vegar á heimspekinni, þ.e. mannlegri viðleitni til að öðlast skilning á heiminum. Þennan greinarmun þurrkar hún út með þeirri hugmynd sinni að heimurinn, og þá líka efnisheimurinn, sé í eðli sínu andlegur. Aðeins andi sem stæði í miðju alheimsins er hann hefði sjálfur skapað gæti látið allar einstakar staðreyndir þessa heims líða fram hjá sér í stórfenglegri runu samfelldrar þróunar. En við mennirnir, endan- legar verur, erum ekki í þessari aðstöðu, heldur sitjum við einhvers staðar úti á greinunum sem vaxið hafa út frá einingunni, og getum vonast til að öðlast nokkra þekkingu á því hvar við stöndum, með því að beita öllum þeim aðferðum sem okkur standa til boða. Í öðru lagi segir Lotze menn hafa sveiflast á milli tveggja öfga allt frá því er þeir hófu að hugsa heimspekilega um heiminn. Annars vegar er myrk og tortryggin afstaða, sem telur að hinn sanni kjarni tilverunnar sé afskekktur veruleiki sem hugurinn muni aldrei öðlast aðgang að; hins vegar er djörf og vonglöð afstaða sem telur að vísindin geti uppgötvað allar staðreyndir um heiminn, engin gáta sé svo torræð og ógagnsæ að vísindin geti ekki, þegar til lengdar lætur, ráðið hana. Lotze segist geta aðhyllst hvorugt þessara sjónarmiða. Hið fyrra sé örugglega rangt: vissulega geti heimurinn verið svo flókinn að margt í honum sé og verði óþekkt, en að ótrúlegt sé að heiminum verði skipt endanlega niður í tvo hluta þannig að mannleg hugsun sé alltaf að glíma við ytri veruleika sem er henni að eilífu óaðgengilegur. Þetta sjónarmið eða afstaða stríðir þannig gegn trú Lotzes á einingu heimsins, sem hann hafði erft frá hughyggjunni. Hins vegar segir hann að þessi trú hafi þó ekki verið nægilega sterk til að knýja hann til að aðhyllast skilyrðislaust seinna sjónarmiðið sem lýst var. Heimspeki þykist vera vísindi sem beita ákveðnum aðferðum til að tengja saman hugsanir. Því freistast heimspekin til að ofmeta gildi aðferða sinna á tvennan hátt: hún hefur ríka tilhneigingu til að líta svo á að þekking sé eina leiðin þar sem hugurinn kemst í samband við kjarna raunverulegs eðlis heimsins,35 og að hin tilteknu bönd sem við notum til að knýta 33 Helstu fulltrúar þýsku hughyggjunnar voru, eins og kunnugt er, þeir Johann Gottlieb Fichte (1762–1814), Friedrich Wilhelm Joseph Schelling (1775–1854) og Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770–1831). 34 Sbr. Lotze 1912a: XCIII. 35 Hér kunna þeir sem þekkja til hinnar svokölluðu „fyrri“ heimspeki Wittgensteins að sjá ákveðna líkingu með hugmyndum Lotzes og greinarmun Wittgensteins á því að „segja“ og „sýna“: það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.