Hugur - 01.01.2012, Page 171

Hugur - 01.01.2012, Page 171
 Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum 171 aldrei alveg hvað bíður hennar daginn eftir, því vopn hennar eru töfrum gædd og töfrarnir eru duttlungafullir. Hún er hlekkjuð við velunnara sinn – eiginmann eða ástmann – næstum eins fast og „heiðvirð“ eiginkona við mann sinn. Hún skuldar honum ekki aðeins þjónustu í rúminu, heldur þarf hún einnig að umbera viðveru hans, samræður, vini og ekki síst það sem sjálfsumgleði hans krefst. Með því að kaupa handa hinni opinberu lagskonu sinni háhælaskó eða satínkjól er velunnarinn að fjárfesta og vill fá vexti til baka. Með því að splæsa perlum og pelsum á vinu sína er iðnjöfurinn eða framleiðandinn að sýna völd sín og auðæfi í gegnum hana. Hvort sem konan er leið til að græða peninga eða afsökun til að eyða þeim, þá er það sama ánauðin. Gjafirnar sem hún fær eru keðjur. Og eru fötin og skartgripirnir sem hún ber í raun og veru hennar? Karlmaðurinn heimtar stundum að fá þessa hluti til baka eftir sambandsslit, eins og Sacha Guitry gerði svo glæsilega nýverið. Til að „halda í“ velunnara sinn án þess að neita sér um munað, mun konan beita ýmsum brögðum, kænsku og ósannsögli, hræsni sem vanvirðir hjónabandið. Ef hún er aðeins að gera sér upp þrælslund, þá verður uppgerðin sjálf að þrældómi. Sú sem er falleg og fræg getur valið sér annan mann ef núverandi herra fer að vera andstyggilegur. En fegurðin er áhyggjuefni, hún er viðkvæmur fjársjóður. Lagskonan er afar háð líkama sínum og tíminn setur mark sitt á hann miskunnarlaust. Baráttan við öldrunina tekur á sig sína átakanlegustu mynd í hennar tilviki. Njóti hún mikillar virðingar getur hún komist af þótt and- litið og líkaminn hrörni. En að hlúa að frægðinni, sem er hennar traustasta eign, gerir hana berskjaldaða gagnvart verstu harðstjórn sem til er, almenningsálitinu. Þrælahaldið sem Hollywood-stjörnurnar eru hnepptar í er vel þekkt. Líkaminn er ekki lengur þeirra, framleiðandinn ákveður háralitinn, þyngdina, vaxtarlagið og stílinn og til að móta andlitsfallið eru tennur dregnar úr. Megrunarkúrar, lík- amsrækt, mátanir og förðun eru dagleg verk. Undir yfirskriftina „að sýna sig og sjá aðra“ fellur að fara út að skemmta sér og daðra, einkalífið er ekkert annað en hluti af opinbera lífinu. Í Frakklandi eru ekki til skráðar reglur um þessi mál, en sé konan skynsöm og klár þá veit hún hvers „auglýsing“ krefst af henni. Fræg kona sem neitar að beygja sig undir þær kröfur verður óumflýjanlega fyrir því að stjarna hennar dofnar, hvort sem það gerist sviplega eða hægt og rólega. Vændiskonan sem aðeins selur líkama sinn er jafnvel síður þræll en konan sem starfar við að vekja hrifningu. Kona sem „hefur náð langt“ og hefur með höndum alvöru starf þar sem hæfileikar hennar eru viðurkenndir – leikkona, söngkona eða dansari – sleppur við lífsskilyrði lagskonunnar; hún getur verið mjög sjálfstæð. En flestar lifa við ógnina allt sitt líf, þær þurfa linnulaust að viðhalda hrifningu almennings og karlmanna á sér. Konan sem þannig er haldið uppi, byrgir oft ósjálfstæði sitt inni í sér. Þar sem hún er háð almenningsálitinu gerir hún sér grein fyrir gildi þess. Hún dáist að „fína fólkinu“ og tileinkar sér lífstíl þess; hún vill vera metin út frá viðmiðum efri stéttar. Sem sníkjudýr hinnar ríku yfirstéttar fylgir hún skoðunum þeirra; hún „hugsar rétt“. Áður fyrr setti hún gjarnan dætur sínar í klausturskóla og þegar hún fór sjálf að eldast sótti hún messur þar sem hún snérist til trúar með stæl. Hún fylgir íhaldinu. Hún er of stolt yfir því að hafa komist til metorða í þessum heimi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.