Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 2
2
úrvalssveit af andlegum atgeríismönnum, sem hefja bók-
menntir lands síns í flestum greinum á hærra stig en
áður. Reyndar kemur ekkert ieikritaskáld er jafnast geti
á við Shakespeare, en frægð ensku rómananna eykst
við orðstír Dickens og Thackeray’s og fleiri afbragðs
rómanaskálda, Iram á okkar daga, og að þvi er snertir
sagnfræði, heimspeki og náttúruvísindi, nægja nöfnin
Macauley, Stuart Mill og Danvin til að sýna hvað fram-
arlega þær greinir komast á þessum tíma, og Spencer og
Huxley halda áfram. Og í kveðskap eignast enskar bók-
menntir tvö skáld er öllum eru fremri á ríkisárum Victoríu
drottningar, Robert Browning og Alfred Tennyson. —
Browning er ef til vill meira skáld, djúpsæari og lærðari,
næstum því annar Goethe, en minni listamaður. En hann
er ennþá aðeins skáld hinna útvöldu, og alþýða manna
hefur ekki næga hugfimi til að skilja hann allstaðar.
Tennyson aptur á móti er auðskilinn og ölkrm samtíð-
armönnum sínum fremri sem listamaður; hann hefur því
haft, enn sem komið er, miklu meiri áhrif á bókmenntir
þjóðar sinnar, og ef til vill hefur ekkert enskt skáld nokk-
urn tíma verið eins í samræmi við menntaða alþýðu lands
síns og eins kært henni.
Alfred Tennyson er fæddur 5. ágúst 1809 i Somers-
by í Lincoln-skíri, þar sem faðir hans var prestur. I ætt-
inni voru margir gáfumenn og hagyrðingar, og kom það
fram á Alfred litla og bræðrum hans Frederick og Charles
Tennyson, sem báðir fengu orð á sig síðar meir, einkum
Charles Tennysun. Alfred fór mjög snemma að eiga við
skáldskap, og til er saga um það, að hann orti 10 ára
gamall erfiljóð eptir ömmu sína; afa hans líkaði kvæðið
vel og gaf honum 10 shillings (hjerumbil 9 krónur) fyr-
ir og gat þess til um leið, að þetta mundu fyrstu og
síðustu peningarnir sem hann fengi fyrir kveðskap. Ætli