Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 157
167
við og vinna saman við. En þetta meinlausa, góða sam-
komulag okkar i milli olli íáleikum nokkrum milli Knuths
greifa og mín og bætti þá ekki heldur um, að svo virt-
ist sem hann væri kominn í innilegt vinfengi við Cast-
enskjold stiftamtmann; reyndi hann við hvert tækifæri
að breiða yfir bresti hans, enda þar sem öðrum mátti verða
í óhag. Greifinn, sem er hjartagóður maður, en miður
gefinn að viturleika, hélt að öðru leyti áfram að auðsýna
mér góðvild og alúð og gerði svo alla tíð áfram meðan
hann var i rentukammerinu.
Um veturinn gerðist ekkert merkilegt og störf mín
höfðu sinn vanagang. Fundir í verzlunarnefndinni vóru
engir haldnir og var svo að sjá, sem alt stæði i stað.
Þegar leið að vorinu sótti ég enn á ný um fararleyfi til
íslands og var mér eigi að eins veitt leyfið viðstöðulaust,
heldur kom Mösting einnig því til leiðar, að mér vóru
með konungsúrskurði veittir 200 rd. silfurs, eins og
einhverskonar ritlaun fyrir gjaldabók mína. Moltke
greifi bauð mér þess utan að taka við bónarbréfi, hvort
heldur um styrk til fararinnar eða umbætur á kjörum
mínum, ef ég þyrfti, og hét hann að greiða fyrir því
sjálfur. En þó mér væri tilboð þetta mjög kært, þá not-
aði ég það samt ekki, af því að ég hafði nýfengið fyr-
nefnd ritlaun, sem ég átti ekkert tilkall til, og bjóst við
að það kynni að þykja áleitni af mér ef ég færi nýrra
gjafa á leit. Áður en ég lagði af stað var íslenzka verzl-
unarnefndin kvödd á fund og vóru þar í snatri útkljáð
öll mál Islandi og Færeyjum viðkomandi, sem nefndinni
höfðu verið send til álita eða áttu á einhvern annan hátt
að takast af henni til meðferðar. Af þeim málum var í
bráðina frestað málinu um fátækra löggjöf og lögreglu-
stjórn á íslandi og sömuleiðis málinu um leysing Færeyja-
vérzlunarinnar. Þá var og haldinn fundur í hinu ísl. bók-
mentafélagi áður en ég lagði af stað. Sagði ég af mér