Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 87
87
mörg önnur mál, en sérstaklega á fiað heima um skóg-
málið; sá sem er skógyrkjumaður með nægri sérþekkingu,
á að geta lesið sögu skógarins út úr þeim skógum, sem
nú eru, út úi hinum ýmsu jarðlögum, já, enda út úr
berurn steinunum; hann á að hafa ímyndunargáfu til að
sjá inn í framtiðina, hvernig frækornin smáu, er hann nú
leggur niður i jörðina, munu að mörgum árum liðnum
verða að hávöxnum skógi; en eigi ímyndunin ekki að
leiða í villu, þá verður hún að vera grundvölluð á nátt-
úruíræðislegri mentun; þá einungis, ef það er, getur
skógyrkjumaðurinn skilið þau kjör, sem nýgræðingar hans
eiga við að lifa; þá einungis getur hann þannig sáð og
plantað, að íramtiðar sjón hans verði að sannreynd.
Svo sém dæmi þess, er ég nú hefi sagt, ætla ég
stuttlega að minnast á, hvernig önnur lönd, hvert um
sig, hafa haft sitt skógmál. Skógurinn hefir að vísu al-
drei verið óvinur menningarinnar, en hann hefir nálega
alstaðar verið tálmun fyrir byrjandi menningu; maðurinn
hefir orðið að ryðja skóginn eða mörkina til þess að geta
búið á jörðinni og ræktað hana. Þessi skógarruðning hefir
oft gengið oi langt; yður er öllum kunnugt, að Miðjarðarhafs-
löndunum alt frá landinu helga til Spánar hefir stórum
farið aftur í menningu, og að þau hafa sneyðzt að land-
kostum, svo að þau bera nú minni fólksfjölda en fyrrum;
til þess eru að vísu margar orsakir, en náttúrusögulega
skoðað er orsökin sú, að mennirnir hafa höggvið upp
skógana i fjall-lendum Miðjarðarhafslandanna. Og þann-
ig hefir viða farið. Þess vegna hafa menn orðið að
koma npp skógum að nýju. I lok 18. aldar vofði sá
voði yfir, að sandurinn frá Biskayaflóa fyki inn á land
og eyddi hina fegurstu vingarða Frakklands. Það var þá
fjör og dugur í fólkinu; þess vegna tók það á sig rögg
og stemdi stigu fyrir sandfokinu, meðal annars með því
að planta skóg á söndunum. Verkið var af þekkingu