Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 84
84
Noregssögu hans hina álitlegustu og beztu sögu, sem
nokkurn tíma hafi verið rituð, og megi með rjettu kalla
hana þrjátíu ára starf. Þessi bók sje sannarlegt frumrit,
er styðjist við fjölda handrita, bæði sögur og kvæði, og
þegar þess sé gætt, að handrit þessi sje rituð á hinni
fornu tungu norðurlanda, er engir skilji nú, nemaíslend-
ingar, þá hafi enginn, hvorki í Danmörku nje Noregi,
verið fær um að semja slíkt rit, og hafi það verið lán
mikið, að höfundurinn náði svo háum aldri, því að ann-
ars hefði hann eigi getað lokið svo stóru riti. — En að
því er það snertir, að Þormóður hafi eigi beitt nægri
dómgreind, þá má þess geta, að hann rengdi tnjög margt
í þeim sögum, er Danir höfðu haft þangað til, og kom
íslendingum i það álit fyrstur, að þeir vissi allar sögur
norðurlanda sannastar í forneskju (Arb. Esp. VII. 36),
enda segir Ove Malling, er vitur var og vel lærður, að
Þormóður, er mjög sje virðingarverður, hafi með frábærri
iðjusemi gjört »kritiskar« rannsóknir, og í sögu Noregs
hafi hann leiðrjett marga skekkjuna (Handl. bls. 482.—
483.) Og það er sannast að segja, að svo má að orði
kveða, að Þormóður hafi fyrstur riðið á vaðið, að þvi er
söguritun og sögurannsóknir síðari alda snertir, og ritaði
eptir þeim heimildarritum, er þá voru ókunn lærðum
mönnum erlendum, en það voru forn handrit íslenzk, og
er ljóst, hversu erfitt hafi verið að leysa á þann hátt
stórrit af höndum. Slíku verður eigi jafnað við ritstörf
nú á dögum.
Þormóður skráði rit sín á latínu, og var þá eigi ann-
ars kostur. Svo er sagt, að fallegt mál sje á ritum hans,
einfalt og ljóst og óbrotið.
Læt jeg því svo lokið, að segja frá Þormóði Torfa-
syni.