Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 173
173
-nefndinni. En af því að hann sem stiftamtmaður hafði
hærri embættistign en Örsted, þá var tekið til bragðs
að setja Knuth i nefndina, því hann hafði hærri tign en
Krieger og varð þannig formaður í nefndinni. En hvað
sem því líður, þá var það eins alkunnugt þá eins og það
er nú, að Örsted ber langt af öllum núlifandi mönnum
eigi að eins að djúpsettri og afaryfirgripsmikilli þekkingu,
heldur og að undrutiarverðum starfsemdar dugnaði, en
þar á móti standa þeir Knuth og Krieger, að því er snert-
ir þekkingu og leikni í embættisstörfum á ekkert sérlega
háu stigi.
Ég fór frá Ólafsvík 27. ágúst (1834) og kom eftir
10 daga heppilega ferð til Kaupmannahafnar. Alt fyrir
það hélt nefndin ekki fyrsta fund sinn fyr en 14 nóv.
og var fjærvera Knuths greifa orsök til þess.
Nefndin átti að taka til íhugunar eigi að eins fjölda-
rnörg atriði, er snertu hina íslenzku verzlun, þar á með-
al um hlutfall milli kaupstaða og útkaupstaða (Udligger-
steder), milli fastakaupmanna og lausakaupmanna, hvort
eigi mætti leggja toll á verzlunina ogannað þess konar,
einnig um það, hvort ekki mætti draga inn fiskiveiða verð-
laun og önnur, þau er til ísland vóru heitin, og létta
þar með á ríkissjóði, og svo að endingu öll önnur verzl-
unarleg eða búnaðarleg málefni landsins, sem rentukamm-
erið vildi leggja fyrir nefndina. Að auka verzlunarfrelsið
var alls ekki nefnt á nafn í erindisbréfinu, sem samið
hafði verið i rentukammerinu.
Meðan ég dvaldi f Kaupmannahöfn tók ég saman
frumvarp, sem örsted gerði síðan dálitlar breytingar við,
— til tilskipunar 30 marz. 1836 um peninga gjaldeyri á
íslandi (en í sambandi við hana er opið bréf 9. sept. s.
á. um hina nýju skildinga mynt), ennfremur álitsskjalið
um tilskipun þessa; einnig sarndi ég mjög ýtarlega álits-
uppástungu til opins bréfs 28. des. 1836 um hina íslenzku