Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 178
178
og skör lægri, að því eríslandsnerti að minstakosti, og að allar
umbætur á atvinnuvegum þess mundu ætíð verða hægíara,
og þvi væri enginn skjótfara vöxtur á fólksfjöldanum æski-
legur. Annað hef ég hvorki sagt né meint og ég er
sannfærðnr um, að i þeim aðalatriðum muni allir skyn-
berandi menn veia mér samdóma. Annars var það merki-
legt að ýmsir heiðvirðir menn, einkum í rentukammerinu,
sögðu við mig, að ég mundi hafa gert of lítið úr fiski-
veiðunum íslenzku, því þær væru að sinni hyggju hin
eina áreiðanlega undirstaða verzlunarinnar. Þessi hleyþi-
dómur hefir ríkjandi verið og arfgengur í rentukammer-
inu frá byrjun »fríhöndlunarinnar«, og er ekki við að
búast að honum verði burtrýmt nema með breyttum kringum-
stæðum og taki þó langan tíma, því hleypidómar eru
seigari fyrir hjá stjórnarráðunum en einstökum mönnum.
Mér er nær að halda, að útflutt landvara frá íslandi nemi
meira verði en sjáfarvaran; og að landvaran sé miklu á-
reiðanlegri fyir líf og vellíðun landsbúa, er ekki minsta
efamál. Ekkert land getur haldið uppi fólksfjölda sínum
á fiskiveiðum eingöngu, en þar á mót á landbúnaði
miklu fremur. En þar fyrir á ekki að vanrækja fiski-
veiðarnar. Það má að eins ekki gefa þeim þá stefnu -
eins og hingað til hefir verið — með verðlaunum og
annari ivílnun, að þær veiki landbúnaðinn, sem er lands-
ins vissasti atvinnuvegur. En um þetta má segja: »Eitt
verður að gera og hitt annað má ekki undanfella.«
A þessum minum dvalartíma í Kaupmannahöfn gafst
mér annars oftar en einu sinni tækifæri til að veita því
eftirtekt, að i stjórnarráðunum og hjá öðrum valdhafend-
um ríkti enn sami andinn, sem ég áður hafði lært að
þekkja um mörg ár. Landið er skoðað eins og sveitar
ómagi og landsbúar yfirleitt eins og misindis fólk; þetta
síðara var nokkurnveginn berum orðum sagt um einstaka
embættismenn, enda æðri embættismenn, og jafnframt,.