Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 175
175
vóru takmörkuð enn meira og að afráðið var að taka þau
algerlega af að fáum árum liðnum.
Mörg önnur mál, er ísland snertu, komu tilumræðu
í nefndinni, svo sem um skattinn, viðskifti jarðeiganda
og ábúanda, en um það efni hafði rentukammerið hvað
eftir annað verið í bréfaskiftum við amtmennina, en frem-
ur um nýja jarðamatið og fjölda af vanalegum málum,
sem æskt var álita um. Um skattinn, jarðamatið og á-
búð jarða gaf ég sérstakt atkvæði á þá leið, að nefndin
gæti alls eigi fengizt við svo umfangsmikil og óundirbú-
in mál, nema því að eins að dvöl mín i Kaupmannahöfn
lengdist, ef til vildi, um fleiri ár, þar eð mér væri kunn-
ugt um, að hinar nýju jarðamatsbækur væru eigi einu
sinni reikningslega úr garði gerðar, því síður að matið
sjálft á hinum einstöku jörðum væri endurskoðað, en á
jarðamatinu yrði þó öll hin áformaða breyting á skatt-
gjöldunum að vera bygð, þar sem mikill fjöldi af ýmsum
jarðeignum á íslandi engan dýrleika hefði eftir jarðabók-
inni 17Ú0, en hún yrði alls ekki lögð til grundvallar
fyrir svo gagngerðum og umfangsmiklum breytingum.
A þetta var fallizt og það svo, að Örsted mælti á þá leið,.
að hann héldi fvrir sitt leyti, að ekki þyrfti að breyta
lögunum um viðskifti jarðeiganda og ábúanda og að gagn-
semin af nýju jarðamati kynni að verða vafasöm. Hann
áleit, að hin núverandi skattgjöld, sem að mestu leyti,
hvíldu á lifandi fénaði, í raun og veru þar með féllu á
jarðeignirnar og mætti svo láta þar við standa, einkum
þar sem það gæti ekki verið ætlunin, að þyngja á Islandr
með nýjum álögum, því væri svo, mundu menn komast
í mótsögn. Niðurstaðan varð sú, að nefndin sendi rentu-
kammerinu öll þessi skjöl aftur, án þess að eiga neitt
frekara verulegt við málin. Einuig var feld önnur uppá-
stunga frá Hansen etatsráði, en hún var sú, að nefndin
færi að róta í öllum hinum gömlu málum, til þess að fá